Smölun Hvítmögu
Hvítmaga var smöluð um síðustu helgi. Hvítmaga liggur milli Skógafjalls og Sólheimaheiðar í Mýrdal og er ekki hægt að komast yfir í Hvítmögu nema með því að fara yfir Sólheimajökul sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli. Að sögn Einars Guðna Þorsteinssonar bónda á Ytri Sólheimum smalaðist nokkuð vel þó að enn sé vitað af nokkrum kindum eftir.
Þetta er fjórða árið sem þeir bræður á Ytri Sólheimum og Brekkum reka fé í Hvítmögu, og þó að jökullinn sé flugháll eftir miklar rigningar undanfarið og smalarnir séu vel vopnaðir fjallajárnum og fjallastöngum fóta kindurnar sig ótrúlega vel á svellinu. Einar Guðni taldi að féð væri vænt eftir gott sumar.
Að sögn Óskars Þorsteinssonar eru það uppáhaldskindurnar sem fá að fara í Hvítmögu og tók hann vel á móti þeim með súkkulaði og kökum.
Ágætt myndasafn af smöluninni er að finna á vef Landssamtala sauðfjárbænda.
/Myndir og texti Jónas Erlendsson