Uppeldi og fóðrun kvígna

Við minnum á námskeið sem Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður nú fram fyrir bændur sem hefur það að markmiði að gefa markvissar leiðbeiningar um helstu þætti er varða uppeldi á kvígum til viðhalds kúastofninum. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi að Reykjum í Ölfusi. Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið í netfang endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5033 / 843 5302.

Kúabændur, látið þetta tækifæri ekki framhjá ykkur fara!!!

Farið verður yfir fóðrun, aðbúnað og sjúkdómavarnir á mismunandi tímaskeiðum í uppeldinu, undirbúning kvígunnar fyrir burð og fóðrun kvígna á 1. mjaltaskeiði. Rætt verður um leiðir til að fullnýta vaxtargetu gripanna miðað við burð um 24 mánaða aldur. Fjallað verður um sumarbeit kvígna í uppeldi. Farið verður yfir aðferðir til að meta árangur uppeldisins á hverjum tíma.

Leiðbeinendur námskeiðsins eru þeir Grétar Hrafn Harðarson og Jóhannes Sveinbjörnsson, sérfræðingar hjá LbhÍ.


back to top