Skynsamlegt að vera með tveggja mánaða vsk.-skil
Endurgreiddur virðisaukaskattur er ekki lottóvinningur! Fáir þú endurgreiddan virðisaukaskatt aftur og aftur er afar líklegt að verulegt tap sé búinu því það þýðir einfaldlega að innskatturinn er meiri en útskatturinn, þ.e. útgjöldin meiri en tekjurnar. Það er hvoru tveggja bæði afar óheppilegt og afar óeðlilegt í hvaða rekstri sem er.
Bændur hafa samkvæmt skattalögum rétt á að hafa sex mánaða virðisaukaskil en það er ekki þar með sagt að það sé ekki hægt að hafa tíðari uppgjör á virðisaukaskattinum. Tveggja mánaða skil eru almennt bæði skynsamlegri og þægilegri fyrir bæði bændur og bókara. Það tryggir tíðari og reglulegri færslu bókhaldsins og mun minni og viðráðanlegri virðisaukaskattskil. Í kaupbæti hefur bóndinn mun betri yfirsýn yfir reksturinn sem nýtist honum við bústjórnina!