Nýja nautastöðin að komast í gagnið
Í dag verða þau naut sem eru í nautastöðinni á Hvanneyri flutt í nýju nautastöðina á Hesti. Þar með verður starfsemi á Hvanneyri lokið. Ætlunin er að hefja síðan sæðistöku í nýju stöðinni í næstu viku.
Í næstu viku verða síðan þeir nautkálfar sem enn eru í Uppeldisstöðinni í Þorleifskoti fluttir í nýju stöðina á Hesti.
Þá verða fyrstu kálfar sem fara beint að Hesti sóttir til bænda í næstu viku. Þar með verður nýja nautastöðin komin í fullan gang.