7. fundur 2008 – haldinn 14. nóvember
Stjórnarfundur haldinn 14.11.2008.
Fundinn sem haldinn var í fundarsal BSSL sátu; Guðbjörg Jónsdóttir formaður, Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Egill Sigurðsson, Gunnar Eiríksson og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri.
1. Fundarsetning.
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
2. Staða sjóða búnaðarsambandsins.
Sveinn fór yfir stöðu sjóða Búnaðarsambandsins eftir það sem á undan er gengið í bankageiranum.
3. Fjárhagsstaða búnaðarsambandsins.
Sveinn fór yfir stöðu BSSL sem er í góðu jafnvægi í dag . Hins vegar er óvissa með tekjustofna á næsta ári. Runólfur Sigursveinsson mætti á fundinn og gerði stjórn grein fyrir fjárhagsstöðu bænda og þeirri vinnu sem framundan er. Runólfur hefur ákveðið að fresta því að fara í leyfi sem hann hafði fengið samþykki fyrir. Þá fór Runólfur yfir mikilvægi þess að endurmeta og skerpa á Sunnuverkefninu með meiri áherslu á fóðuröflun.
4. Landbúnaðarsýningin á Hellu.
Sveinn fór yfir fjárhagslega niðurstöðu sýningarinnar eins og staðan er í dag, tekjur um 27 millj. og gjöld um 28.5 millj. Stjórn Búnaðarsambansins vill færa sýningarstjórn, starfólki BSSL, fyrirtækjum og öðrum aðilum sem að sýningunni komu bestu þakkir fyrir frábæra sýningu.
5. Gjaldskrá Búnaðarsambandsins.
Sveinn lagði fram minnisblað um gjaldskrá búnaðarsambandsins. Stjórn sammþykkir framlagða gjaldskrá og áréttar að hún verði aðgengileg á heimasíðu BSSL.
6. Kynbótarstöðin.
Sveinn fór yfir fjárhagsstöðu og starfsmannamál.
7. Sauðfjársæðingar.
Útflutningur á sauðfjársæði er nú í fullum gangi og þá aðallega til Bandaríkjanna. Gerð verður stór tilraun með fryst sæði nú í ár.
8. Starfsmannamál.
Margrét Ingjaldsdóttir fer í barnseignarleyfi í febrúar, Fanney Ólöf Lárusdóttir kemur úr fæðingarorlofi í febrúar. Þá mun Þorsteinn Ólafsson hverfa til annara starfa um áramót.
9. Starfsemin framundan og ný verkefni.
Miklar annir verða í kringum sauðfjársæðingarstöðina á næstu vikum. Í nýjum verkefnum verður farið í átak varðandi uppfærslu túnkorta og túnkortagerð.
10. Stóra-Ármót og framkvæmdir þar.
Hitaveita Selfoss óskar eftir að fá að gera stofnskjal fyrir lóð undir borholurnar í landi Stóra-Ármóts. Sveini falið að ganga frá málinu.
Fundargerðin upplesin og samþykkt.
Guðni Einarsson, fundarritari.