Stóðhestaveisla í Rangárhöllinni
Það verður sannkölluð stóðhestaveisla í Rangárhöllinni á Gaddstaðaflötum laugardaginn 11. apríl nk. kl. 14:00. Þá verða kynntir stóðhestar sem verða til notkunar á Suðurlandi sumarið 2009. Sýningarfyrirkomulagið er gefið algjörlega frjálst. Hver stóðhestur fær 7 mínútur í höllinni til að kynna sig. Það er því algjörlega undir eigendum/umsjónarmönnum stóðhestsins hvernig staðið verður að kynningu hvers hests, svo sem tónlist, búningar og fleira. Nokkrir stóðhestaeigendur ætla að mæta með afkvæmi eingöngu en aðrir bæði með stóðhestinn sjálfan og afkvæmi hans að auki.
Hver stóðhestur fær eina blaðsíðu í sýningarskránni þar sem fram geta komið upplýsingar um notkunarstaði, folatolla, dóma, kynbótamat og myndir af honum eða afkvæmum.
Hestarnir verða til sýnis eftir sýninguna í stóðhestahúsinu á Gaddstaðaflötum við hlið Rangárhallarinnar.
Staðfestir hestar eru m.a.:
Vilmundur frá Feti
Klettur frá Hvammi
Ómur frá Kvistum
Eldjárn frá Tjaldhólum
Stormur frá Leirulæk
Stæll frá Miðkoti
Glóðar frá Reykjavík
Þytur frá Neðra-Seli
Ársæll frá Hemlu
Ás frá Ármóti
Bjarkar frá Blesastöðum
Vígar frá Skarði
Þröstur frá Hvammi
Hrannar frá Þorlákshöfn
Ketill frá Kvistum
Oliver frá Kvistum
Skuggi frá Strandarhjáleigu
Seifur frá Kvistum
Hnokki frá Fellskoti
Straumur frá Breiðholti
Stæll frá Neðra-Seli
Kjarni frá Þjóðólfshaga
Hruni frá Breiðumörk 2
Tilvalið að taka daginn frá í þetta.
Nánari upplýsingar og skráning stóðhesta er hjá Magnúsi Benediktssyni í síma 893-3600 eða á tölvupóstfangið maggiben@gmail.com