Úrslit ungfolasýningar HS
Ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands fór fram í Ölfushöllinni laugardaginn 21.mars s.l. Um 20 ungfolar komu fram en veitt voru áhorfandaverðlaun fyrir fola á 2. og 3.vetri. Það var Hrafn frá Bakkakoti sem hlaut þau verðlaun fyrir yngri folanna en Dökkvi frá Bakkakoti fyrir þá eldri.
Jón Vilmundarson og Halla Eygló Sveinsdóttir dæmdu þá ungfola sem fram komu eftir línulegu mati sem FEIF hefur þróað og fengu eigendur umsögn um folana frá þeim Höllu og Jóni. Með þessu móti þá fá bæði eigendur folanna gott yfirlit yfir kosti/galla þeirra fola sem sýndir verða og eiga því auðveldara með að velja sér ræktunargripi framtíðarinnar.
Dómarar röðuðu efstu fimm folunum í sæti :
Folar á 2.vetri
1. Álfsteinn frá Hvolsvelli
brúnskjóttur
F. Álfur frá Selfossi
M. Eydís frá Stokkseyri
Eig/rækt: Magnús og Anu
2. Snær frá Austurkoti
Moldóttur
F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
M: Snæfríður frá Þóreyjarnúpi
Eig/Rækt: Austurkot ehf
3. Sægaumur frá Eyjarkoti
Jarpur
F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
M: Folda frá Vogum
Eig: Jens Petersen
Rækt: Guðbjörg Gestsdóttir
4. Hrafn frá Bakkakoti
Brúnn
F: Krákur frá Blesastöðum 1A
M: Álfadís frá Bakkakoti
Eig/rækt: Róbert Bergmann
5. Æsir frá Oddgeirshólum
Ljósmóálóttur, skjóttur
F: Álfur frá Selfossi
M: Æsa frá Oddgeirshólum
Eig/rækt: Steinþór Guðmundsson og Þuríður Einarsdóttir.
Folar á 3.vetri
1. Dökkvi frá Bakkakoti
Dökkjarpur
F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
M: Rán frá Bakkakoti
Eig/rækt: Vaka Jónsdóttir
2. Kompás frá Skagaströnd
Móbrúnn
F: Hágangur frá Narfastöðum
M: Sunna frá Akranesi
Eig/rækt: Sveinn Ingi Grímsson
3. Ísadór frá Efra-Langholti
Rauðtvístjörnóttur, glófextur
F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum
M: Ísold frá Gunnarsholti
Eig/rækt: Berglind Ágústsdóttir
4. Dan frá Hofi
Brúnn
F: Adam frá Ásmundarstöðum
M: Hrafnkatla frá Kjarnholtum I
Eig/rækt:Eygló Gunnarsdóttir
5. Valur frá Efra-Langholti
Grár, fæddur svartur
F:Krummi frá Blesastöðum 1A
M:Venus frá Reykjavík
Eig/rækt: Berglind Ágústsdóttir