Nýir hrútar á stöð
Seinni hluta júnímánaðar flutti Lárus Birgisson ráðunautur á Búnaðarsamtökum Vesturlands sjö af fjórtán nýjum hrútum sem þegar hafa verið keyptir á sæðingastöðvarnar á Laugardæli þar sem þeir verða vistaðir í sumar. Hrútunum verður síðan í haust skipt á milli stöðvanna tveggja. Hér að neðan má sjá hvaða hrúta er um að ræða:
Karl Philip, forystuhrútur frá Sandfellshaga í Öxarfirði. Afar gæfur hrútur og mannelskur.
Sokki frá Brúnastöðum í Fljótum. Undan Kæk frá Hvalshöfða í Hrútafirði.
Fremst á myndinni hér að neðan má sjá forystuhrútinn Póst frá Tunguseli í Þistilfirði, mórauðan að lit. Hinn hrúturinn er Bogi frá Hriflu í ÞIngeyjarsveit sem er undan Rafti frá Hesti.
Grábotni frá Geiteyjarströnd í Mývatnssveit. Eins og nafnið bendir til er hann grábotnóttur að lit, undan Grími frá Staðarbakka í Hörgárdal.
Tengill frá Brekku í Öxarfirði, undan Lómi frá Sveinungsvík í Þistilfirði.
Og að lokum má hér sjá hrútana tvo sem fengnir voru frá Brúnastöðum í Fljótum, Sokka sem áður er getið og svo Munda sem er undan Lunda frá Bergstöðum á Vatnsnesi.