Hrossaræktarfundir
Almennir fundir um málefni hrossaræktarinnar verða haldnir á eftirtöldum stöðum á svæði Hrossaræktarsamtaka Suðurlands á næstu vikum. Allir fundirnir hefjast kl. 20:30.
Mánudaginn 8. mars. Félagsheimili Fáks, Reykjavík.
Miðvikudaginn 10. mars. Félagsheimili Sleipnis, Selfossi.
Þriðjudaginn 16. mars. Stekkhól, Hornafirði.
Frummælendur verða Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda og fagráðs í hrossarækt, Sigrún Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna og fulltrúi í fagráði í hrossarækt og Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur Bændasamtaka Íslands.