77 kg risakálfur

Í gær fæddist sannkallaður risakálfur á Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. Kálfurinn vóg 77 kg og var að sjálfsögðu tekinn með keisara enda varla á færi nokkurra kúa að bera slíku flykki. Lars Hansen, dýralæknir, aðstoðaði kálfinn, sem er kvíga, í heiminn. Kvígan lifði burðinn af og heilsast vel. Móðirin er Húfa 350 Trefilsdóttir 96006, móðir Húfs 07049, en hún var komin 35 daga fram yfir tal. Faðir kálfsins er Flói 02029.
Til samanburðar má geta þess að fæðingarþungi íslenskra kálfa er yfirleitt á bilinu 30-35 kg.
Það er fátítt að kálfar fæðist svo stórir en þó er fæddist 67 kg kálfur í Gaulverjabæ í Flóa þann 1. febrúar 2006. Sá kálfur var undan Mjölni 03017 frá Ytri-Skógum en hann var undan Gælu 294 Trefilsdóttur 96006 þannig að þessar risakvígur voru náskyldar.

Meðfylgjandi mynd er af móðurinni, Húfu 350.


back to top