Aðalfundur 2009
Aðalfundur Stóra Ármóts ehf haldinn 26.03.2009
Fundurinn var haldinn á Selfossi í fundarsal Búnaðarsambandsins. Guðbjörg Jónsdóttir formaður var í veikindaleyfi. Egill Sigurðsson gegnir formennnsku á meðan. Aðrir á fundinum voru Guðni Einarsson, Ragnar Lárusson, Gunnar Eiríksson, Helgi Eggertsson varamaður og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri. Þá voru mættir á fundinn Arnór Eggertsson löggiltur endurskoðandi, Ólafur Þór Þórarinsson og Ólafur Kristjánsson skoðunarmaður.1. Farið var yfir ársreikning Stóra Ármóts ehf. Rekstrartekjur námu alls 39,4 milljónum kr. Eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi er í árslok 44.3 milljónir kr. Stjórn félagsins leggur til að með tap ársins kr. 1,8 milljónir kr og breytingar á eigin fé verði farið eins með og fram kemur í skýringum. Stjórn Stóra Ármóts ehf og framkvæmdasstjóri staðfestu þá reikninginn með undirritun sinni.
2. Ársreikningurinn var þá borinn undir aðalfundinn og samþykktur samhljóða.
Fundi slitið
Guðni Einarsson.