Hagtölur landbúnaðarins 2010

Hagtölur landbúnaðarins 2010 eru komnar út. Eins og fyrri ár er útgáfan í bæklingsformi og er alls 30 síður. Í Hagtölum landbúnaðarins er m.a. hægt að finna tölfræði um landið og bóndann, bústofn og bústærð, landbúnaðarframleiðsluna, markaðsmál, verðlag og vísitölur o.m.fl. Bæklingurinn fer víða – hann er m.a. vinsæll á meðal ferðamanna, skólafólks og að sjálfsögðu á meðal þeirra sem starfa í landbúnaði.

Hægt er að nálgast Hagtölur landbúnaðarins 2010 án endurgjalds hjá Bændasamtökunum við Hagatorg. Bæklingurinn liggur einnig á netinu á pdf-formi. Ritstjóri er Erna Bjarnadóttir forstöðumaður félagssviðs BÍ, Þröstur Haraldsson sá um umbrot, forsíðuljósmynd tók Jón Eiríksson en forsíðuna hannaði Hörður Kristbjörnsson.


Hagtölur landbúnaðarins 2010


back to top