Breytingar á vægi einkunna í kynbótadómi
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á vægi á skeiði, feti og vilja og geðslagi: Skeið hækkar úr 9% í 10%, fet hækkar úr 1,5% í 4% og vilji og geðslag lækkar úr 12,5% í 9%. Undir hrossarækt -kynbótasýningar má finna dómareikni en þar er hægt að slá inn einkunnir og sjá hvaða aðaleinkunn hross hlýtur. Getur verið forvitnilegt fyrir þá sem hyggjast koma með hross í dóm í vor.
Aðrar breytingar lúta að þröskuldum sem settir eru á hærri einkunnir fyrir tölt og stökk. Þær eru:
Tölt
-Ef einungis er sýnt hægt tölt er hámarkseinkunn 8,5 fyrir tölt (óbreytt)
-Ef ekki er sýnt hægt tölt er hámarkseinkunn 7,5 fyrir tölt (var 8,0)
-Til að ná 8,0 fyrir tölt þarf hægt tölt að vera minnst 7,5
-Til að ná 8,5 fyrir tölt þarf hægt tölt að vera minnst 8,0
-Til að ná 9,0 eða 9,5 fyrir tölt þarf hægt tölt að vera minnst 8,5
-Til að ná 10,0 fyrir tölt þarf hægt tölt að vera minnst 9,0
Stökk
-Ef einungis er sýnt hægt stökk er hámarkseinkunn 8,0 fyrir stökk (óbreytt)
-Ef ekki er sýnt hægt stökk er hámarkseinkunn 8,0 fyrir stökk (var 8,5)
-Til að ná 8,5 fyrir stökk þarf hægt stökk að vera minnst 8,0
-Til að ná 9,0 eða 9,5 fyrir stökk þarf hægt stökk að vera minnst 8,5
-Til að ná 10,0 fyrir stökk þarf hægt stökk að vera minnst 9,0
Annað sem rétt er að benda á er að ef hrossi er riðið hvað eftir annað lengra en afmörkun brautar segir til um, getur það haft áhrif á vilja/geðslags einkunn. Reglur um kynbótasýningar má sjá í heild sinni hér á vefsíðunni.
Halla Eygló Sveinsdóttir