Málþing um sauðfjárrækt
Í tilefni af 25 ára afmæli Landssamtaka sauðfjárbænda efna samtökin til málþings um sauðfjárrækt næst komandi föstudag, 9. apríl. Málþingið verður haldið á Hótel Sögu, nánar tiltekið í ráðstefnusalnum Stanford. Þingið hefst kl 13.00 og er áætlað að það standi til kl. 17.00.
Dagskrá þingsins er eftirfarandi:
13:00 Saga Landssamtaka sauðfjárbænda
Jóhannes Sigfússon, fv. formaður LS
13:30 Rekstrarlíkan fyrir sauðfjárbú og niðurstöður tilrauna með lambaeldi
Jóhannes Sveinbjörnsson, LbhÍ
14:00 Blendingsrækt með hyrnt og kollótt fé.
Oddný Steina Valsdóttir, EE og JVJ
14:30 Kaffihlé
15:00 Rafrænt kjötmat – niðurstöður þróunarvinnu
Eyþór Einarsson, EE og JVJ
15:30 Þróun ræktunarstarfs og afkvæmarannsókna
Jón Viðar Jónmundsson, BÍ
16:00 Sérafurðir úr lambakjöti, reynsla og möguleikar
Guðjón Þorkelsson o.fl. Matís
16:30 Almennar umræður og fyrirspurnir
Fundarstjórar: Emma Eyþórsdóttir og Þórarinn Pétursson