Sláturleyfishafar hækka verð

Sláturleyfishafar breyta verðskrám sínum nokkuð ört þessa dagana sem er af hinu góða því verðið hækkar og munur milli vikna minnkar. Sláturfélag Suðurlands gaf út nýja verðskrá í gær þar sem verð er hækkað í vikum 41-44 og dregið er úr verðbili milli vikna. Áður höfðu KS og SKVH auk Norðlenska gefið út nýjar verðskrár. Þar hækkuðu KS og SKVH verð í vikum 40-43 og dregið var úr verðbili milli vikna. Norðlenska hækkaði verð á R2 í öllum vikum auk þess sem verð á öllum flokkum var hækkað til og með viku 39.

Samkvæmt útreikningum LS er vegin afurðaverðshækkun er nú 2,2% en var 0,4% við útkomu Bændablaðsins 26. ágúst.  Það vantar 14,4 % upp á verðið nái viðmiðunarverði LS.  Tæpum sjö krónum munar á hæsta og lægsta verði.


back to top