Niðurstöður afkvæmarannsókna fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar
Búið er að taka saman yfirlit um niðurstöður afkvæmarannsóknanna sem unnar voru vegna sauðfjársæðingastöðvanna nú í haust. Á grunni þessara niðurstaðna voru teknir tveir hrútar á stöð frá Ytri-Skógum (Gosi og Kostur), einn hrútur frá Hofi í Öræfum (Geysir) og einn hrútur frá Heydalsá (Sómi). Auk þeirra kemur síðan einn hrútur (Máni) frá Hesti á stöð.
Hægt er að kynna sér niðurstöður afkvæmarannsóknanna á vef Bændasamtakanna.
Afkvæmarannsóknir fyrir sauðfjársæðingastöðvarnar 2010