Formannafundur 2004
Hótel Selfoss 29.11.2004
1. Fundarsetning
Þorfinnur Þórarinsson formaður, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna til starfa. Hann sagði frá efnisatriðum formannafundar búnaðarsambandanna með stjórn BÍ sem nýlega var haldinn í Reykjavík. Þar var m.a. rætt um félagslega uppbyggingu búnaðarsambandanna. Mjög er mismunandi hversu aðildarfélög eru virk í starfsemi og víða virðist þörf á að efla starfið heima í héraði. Skoða þarf hvort stjórnarmenn búnaðarsambandsins eigi ekki að mæta á fundi heima í héraði og hvetja til sameiningar aðildarfélaga þar sem talin er þörf á slíku.
Formaður fjallaði stuttlega um þróun einstakra búgreina og fækkun framleiðenda og þá stækkun framleiðslueininga. Þetta er þróun sem er í gangi einkum í garðyrkjunni og mjólkurframleiðslunni. Mikill sóknarhugur virðist vera í kornbændum en alls ræktuðu 210 bændur á Suðurlandi korn til uppskeru síðastliðið sumar. Ræddi tillögur nefndar landbúnaðarráðherra um aukinn stuðning til greinarinnar. Veruleg aukning er í fjölda erlendra ferðamanna til landsins og enn eru ýmsir vannýttir möguleikar í þeirri grein fyrir fólk í dreifbýli. Nýtingu hlunninda einstakra jarða má víða bæta frá því sem nú er og skapa þannig meiri tekjur fyrir ábúendur næstu ár.
Hlýnandi veðurfar mun hafa áhrif innan landbúnaðarins á næstu árum sem ástæða er til að velta fyrir sér og þetta málefni er einmitt aðalefni fundarins í dag.
Þá lagði hann til að Guðmundur Stefánsson Hraungerði yrði fundarstjóri og Runólfur Sigursveinsson fundarritari á fundinum og tillagan samþykkt.
2. Af vettvangi Búnaðarsambands Suðurlands – Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri
Sveinn rakti helstu verkefni sem Búnaðarsambandið vinnu að. Um 9 stöðugildi eru í ráðgjafaþjónustu, auk bókhalds, skrifstofu og stjórnunar. Útibú starfrækt á Klaustri og Hvolsvelli.
Jóhannes Símonarson sagði frá aðgerðum til að stemma stigu við útbreiðslu kálæxlaveiki á Suðurlandi.
Þá kynnti Sveinn helstu námskeið og fræðuslufundi sem Búnaðarsambandið stendur að nú í haust.
Runólfur kynnti helstu verkefni í fjármálaþjónustu Búnaðarambandsins en hún er vaxandi þáttur í starfinu. Valdimar kynnti svokallað “frumkvöðlanámskeið” sem haldið verður í janúar nk. í samstarfi við Atvinnuþróunarsjóð og fleiri aðila.
Þá kynnti Sveinn fyrirkomulag búfjáreftirlits á Suðurlandi og loks sagði hann frá hugmyndum um samstarf um ráðgjafaþjónustu milli A-Skaft og Bsb.Suðurlands.
3. Breytingar á veðurfari og áhrif þess á lífríkið – Snorri Baldursson, aðstoðarforstjóri Náttúrfræðistofnunar Íslands
Snorri kynnti helstu niðurstöður skýrslu Norðurskautsráðsins sem kynnt var upphaflega á nýlegri ráðstefnu hér á landi. Svæðið sem skýrslan tekur til er mjög fjölbreytt, hitastigsmunur mikill, miklar jarðefnanámur, miklar auðlindir sjávar, svæðið er ferskvatnsforðabúr jarðar.
Noðurhjari jarðar er mjög móttækilegur fyrir áhrifum loftlagsbreytinga. Reiknað er með að á næstu 100 árum verði hækkun meðalhita 3-6 stig á þessum svæðum. Á Íslandi er reiknað með 2-3 gráðu hækkun, jafnframt eykst úrkoma. Þessar breytingar munu hafa veruleg áhrif á lífsskilyrði frumbyggja en einnig á allar lífverur á svæðinu.
4. Landbúnaður í hlýnandi veðurfari – Bjarni E. Guðleifsson, plöntulífeðlisfræðingur RALA
Bjarni gat um helstu áhrifavalda í hnattrænum skilningi, þar vega þyngst gróðurhúsaáhrif og lofttegundirnar CO2, CH4 og N2O.
Loftlagsbreytingar á norðurhveli geta orðið mjög miklar og þá til hlýnunar og þurfum við að nýta okkur þær, samhliða verða tæknibreytingar í umhverfi okkar.
Ræddi um þá möguleika sem býðust ef t.d. sumarhiti hækki um 1,5 oC fram til 2050 og úrkoma að sumarlagi ykist um 7,5% á sama tíma. Vetrarhiti hækki um 3oC á sama tíma og úrkoma ykist um 15%, jafnframt myndi sjárvarstaða hækka um 15-16 cm.
Þetta hefði ýmsar afleiðingar í för með sér og nauðsynlegt að undirbúa þær breytingar. Nýjar fóðurjurtir munu koma til ræktunar, t.d. rófur, næpur og vallarrýgresi. Útirækt verður tryggari og tegundafjölbreytni eykst. Samhliða mun ýmis meindýr og plöntur gera meira vart við sig í ræktun.
Fyrir búfjárræktina þýðir þetta ódýrari fóðuröflun og styttri innistöðu. Bændur og ráðunautar þurfa að bregðast strax við m.t..t val á yrkjum og tegundum, ákvörðun sáðtíma, áburðarnotkun og varnarefnanotkun. Samhliða þurfa rannsóknamenn að aðlaga sig í sínu starfi m.t.t. þessara breytinga sem eru að verða.
Mikilvægt er að reyna að draga úr aukningu gróðuhúsalofttegunda. Það verður helst gert með því að binda kolefni með skógi og landbótum. Auk þess rétt meðferð áburðar í landbúnaði.
5. Umræður
Daníel í Akbraut kvartaði yfir óvandvirkni hjá frjótæknum einstöku sinnum, lýsti jafnramt dæmi um að byggingakostnaður myndi hækka en ekki lækka á næstu árum. Þá ræddi Daníel nokkuð um lögin um búfjárhald og sagði að hrossamenn túlkuðu þau þannig að tilsjónarmenn bæru alla ábyrgð.
Sigurður á Villingavatni rakti nokkur ártöl um háan og lágan meðalhita. Hvernig verður t.d. búskapurinn þegar meðalhitinn yrði t.d. um 0-1°C ?
6. Fundarslit
Þorfinnur formaður þakkaði framsögumönnum góð erindi og fundarmönnum fundarsetuna og sleit fundi kl. 16.55.
Runólfur Sigursveinsson
ritaði fundargerð