Á döfinni hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands
Nú er vetrardagskráin hjá Hrossaræktarsamtökum Suðurlands farin að skýrast og hér fyrir neðan má sjá helstu viðburði:
Miðvikudaginn 13. janúar 2010
Erfðir hrossalita, fræðslukvöld í Hlíðskjálf, félagsheimili Sleipnis. Leiðbeinandi Guðni Þorvaldsson. Verð 1.000 kr fyrir félagsmenn og 1.500 kr fyrir aðra, greiðist á staðnum. Boðið upp á kaffi og meðlæti.
Laugardaginn 20. febrúar 2010
Byggingardómar, dagsnámskeið í Hestamiðstöðinni Dal Mosfellsbæ. Leiðbeinendur Jón Vilmundarson og Þorvaldur Kristjánsson. Verð 10.000 kr fyrir félagsmenn og 14.000 kr fyrir aðra.
Sunnudaginn 21. febrúar 2010
Hæfileikadómar, dagsnámskeið í Rangárhöllinni. Leiðbeinendur Jón Vilmundarson og Þorvaldur Kristjánsson. Verð 14.000 kr fyrir félagsmenn og 20.000 kr fyrir aðra.
Laugardaginn 20. mars 2010
Ungfolasýning í Ölfushöllinni
Apríl 2010 (endanleg dagsetning hefur ekki verið ákveðin).
Ræktun 2010
Það skal skýrt tekið fram að til þess að félagsmenn fái afslátt á námskeið sem samtökin halda þurfa félagsmenn að vera skuldlausir um áramót. Þegar er farið að taka niður skráningar á námskeiðin á netfangið endurmenntun@lbhi.is og í síma 433-5000. Á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands www.lbhi.is má finna nánari lýsingu á námskeiðunum.
Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands óskar Sunnlendingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.