Ábending til ábúenda á lögbýlum
Eigendum og ábúendum lögbýla er bent á að það er þeirra hagur að tryggja að skráning sé rétt í lögbýlaskrá. Ef margir eigendur eru að lögbýli þarf að gera skriflegan samning (byggingabréf) við væntanlega ábúendur sem jafnframt þurfa að hafa lögheimili á jörðinni. Þinglýsa þarf byggingabréfi og senda afrit til lögbýlaskrár. Ef eigandi er sjálfur ábúandi þarf samt sem áður að senda tilkynningu um það til lögbýlaskrár.
Sem dæmi um hag bænda af réttri skráningu hafa þeir einir heimild til að fá felld niður vörugjöld af dráttarvélum skv. 5. grein laga nr. 29/1993 sem skráðir eru ábúendur á lögbýlum skv. lögbýlaskrá og eiga þar lögheimili.
Lögbýlaskrá er vistuð hjá Hagþjónustu landbúnaðarins á Hvanneyri. Verkefnisstjóri lögbýlaskrár er Ásdís B. Geirdal og hægt er að hafa samband við hana á í síma 433-7082 ef fá þarf frekari upplýsingar.