Áburðarráðgjöf á Suðurlandi
Ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eru þessa dagana á Suðurlandi að leiðbeina bændum við val á áburði. Það eru þau Kristján B. Jónsson og Sigríður Ólafsdóttir sem aðstoða bændur við skráningu á forsendum inn í Jörð.is og við gerð áburðaráætlunar. Í dag er Sigríður stödd á Hvolsvelli á starfsstöð RML þar en 13. og 14. febrúar verður hún ásamt Kristjáni á Selfossi.
Sjá nánar á rml.is
Fóðurblandan – Áburðarverksmiðjan vöru- og verðskrá áburðar 2014
Búvís áburðarverð 2014 (gilda til mánudagsmorguns 15.2.2014)
Skeljungur – Sprettur áburðarverð 2014
Sláturfélag Suðurlands – Yara verðskrá og áburðartegundir 2014