Áburðarverksmiðjan birtir áburðarverð
Áburðarverksmiðjan hefur birt áburðarverð. Samnburður við verðskrá fyrra árs er erfiður þar sem vöruskrá Áburðarverksmiðjunnar hefur tekið miklum breytingum. Þær tvær tegundir sem eru óbreyttar milli ára eru Magni 1 (27% N) og Græðir 9 (27-6-6). Þessar tegundir hækka aðeins í verði, Magni 1 um 10% og Græðir 9 um 7% miðað við fullt verð. Ef miðað er við afsláttarverð er hækkunin minni eða 4% og 1%.
Verðskrá Áburðarverksmiðjunnar er eftirfarandi:
Áburður í 500/600kg sekkjum: | 10% afsláttur með pöntunar | 5% pöntunarafsl. | Verðskrá, gildir ef pantað er |
Magni 1 N-27 (500kg) | 54.495 | 57.523 | 60.550 |
Græðir 1 12-12-17 | 92.453 | 97.589 | 102.725 |
Græðir 8 22-7-12 | 68.985 | 72.818 | 76.650 |
Græðir 9 27-6-6 | 67.410 | 71.155 | 74.900 |
Fjölmóði 2 23-12 | 65.048 | 68.661 | 72.275 |
Fjölmóði 3 25-5 | 61.425 | 64.838 | 68.250 |
Fjölgræðir 5 17-15-12 | 75.128 | 79.301 | 83.475 |
Fjölgræðir 6 22-11-11 | 73.553 | 77.639 | 81.725 |
Fjölgræðir 7 22-14-9 | 74.025 | 78.138 | 82.250 |
Fjölgræðir 9 25-9-8 | 69.930 | 73.815 | 77.700 |
Verðin eru háð þróun gengis EUR og er gert ráð fyrir að endanleg verðskrá liggi fyrir 15. apríl 2010.