Að loknum aðalfundi.

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn að Höfðabrekku í Mýrdal í gær.  Á fundinn mættu 42 fulltrúar aðildarfélaganna. Guðbjörg Jónsdóttir formaður flutti skýrslu stjórnar og Sveinn Sigurmundsson skýrði ársreikninginn og fór yfir starfsemi liðins árs. Niðurstaða ársins var tap upp á 515 þúsund.  Heildareignir samkvæmt efnahagsreikningi 248,1 milljón og eigið fé 218,5 milljónir. Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtakanna og Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML fluttu ávörp. Á fundinum var lögum Búnaðarsambandsins breytt í samræmi við breytt hlutverk þess. Jón Jónsson Prestsbakka var kjörinn í stjórn BSSL til næstu þriggja ára og Sigurjón Eyjólfsson Eystri Pétursey í varastjórn.

 
Ársrit 2012 mun verða aðgengilegt hér á vefnum innan tíðar.

back to top