Aðalfundur 2003
Aðalfundur Stóra Ármóts ehf. 8. maí 2003.
Lagðir voru fram ársreikningar Stóra-Ármóts ehf. undirritaðir af stjórn, framkvæmdastjóra og endurskoðanda. Rekstrartekjur voru 26,7 millj.kr. Eigið fé í árslok var 31,6 millj.kr. Stjórnin leggur til að tap ársins kr. 8 393 959 verði yfirfært til næsta árs. Það var samþykkt og einnig reikningarnir í heild sinni.
Stjórn og varastjórn var endurkosin.
Farið yfir starfsemi búsins, sem er eina búið sem er í virku tilraunastarfi í nautgriparækt . Rætt var m.a. um að hafa opinn dag til kynningar á tilraunabúinu í sumar og um eflingu jarðræktar og jarðræktartilrauna þar.
Stefnt að því að ræða við forsvarsmenn ORFS ehf. um hugsanlegt samstarf.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Guðmundur Stefánsson, fundarritari.