Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands

Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands verður föstudaginn 11. apríl í Félagsheimili Hrunamanna á Flúðum.  Dagskrá fundarins verður auk hefðbundinna aðalfundarstarfa. Ávarp Eiríks Blöndal framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, en einnig mun Jón Baldur Lorange kynna flutning á stjórnsýsluverkefnum frá BÍ til stofnana atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis.  Kosið verður um tvo stjórnarmenn í Árnessýslu og tvo til vara, en Guðbjörg Jónsdóttir formaður mun láta störfum.  


back to top