Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2022
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 2022 verður haldinn að Gunnarsholti (Frægarði) mánudaginn 28.febrúar n.k. Fundurinn hefst kl. 11:30 með léttum hádegisverði í mötuneyti Landgræðslunar. Formleg fundardagskrá hefst svo kl 12:00 í Frægarði.
- Venjuleg aðalfundarstörf
- Búnaðarsamband Suðurlands veitir viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið, afurðahæstu kúna og þyngsta nautið árið 2021.
- Guðmundur Jóhannesson mun segja frá erfðamengisúrvalinu.
- Runólfur Sigursveinsson fer yfir niðurstöður úr skýrslu frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa.
- Önnur mál