Aðalfundur félags kúabænda á Suðurlandi

Í dag stendur yfir aðalfundur félags kúabænda á Suðurlandi.  Ýmis erindi eru á dagskrá auk hefðbundna.  Þá verða veittar viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið og afurðahæstu kúnna 2013.  Verðlaunin eru veitt af Búnaðarsambandi Suðurlands og í ár er afurðahæsta búið bú þeirra Eggerts, Jónu, Páls og Kristínar,  Kirkjulæk í Fljótshlíð með 575 kg MFP og því handhafar Huppu-styttunar.  Afurðahæsta kýr ársins 2013 er svo Tígulstjarna frá Ytri-Skógum, en hún var sú afurðahæsta yfir landið, hún mjólkaði 12.112 kg með 2,87%fitu og 2.97% prótein. Nánar má skoða afurðahæstu búin og kýrnar 2013 á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins rml.is.

Á aðalfundi FKS eru erindi frá Torfa Jóhannessyni sérfræðingi í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um mismundandi stuðningskerfi í mjólkurframleiðslu.  

Sigurður Loftsson formaður LK fer yfir stöðu verkefna hjá LK.  

Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður nautgripa hjá RML og Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri BSSL veita viðurkenningar fyrir afurðahæsta bú og afurðahæstu kú 2013, ásamt viðurkenningu fyrir þyngsta ungnautið 2013.  


back to top