Aðalfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi
Aðalfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi verður haldinn sveitakránni Kríunni í Flóahreppi fimmtudaginn 23 febrúar næstkomandi kl. 20:30.
Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Skýrsla og ársreikningar stjórnar 2011 kynnt.
Kosningar í stjórn.
Önnur mál.
Létt spurningakeppni að hætti hússins.
Hvetjum alla til að mæta, láta sig málefni félagsins varða og koma með tillögur á aðalfund SUB sem verður haldinn laugardaginn 25.febúar í Borgarfirði.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórn F.U.B.S.
Aðalfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi
Föstudagskvöldið 4. febrúar verður aðalfundur Félags ungra bænda á Suðurlandi haldinn í Árhúsum á Hellu og hefst hann kl. 20:30. Tæpt ár er nú liðið frá stofnfundi félagsins sem heppnaðist afar vel. Nú er komið að því að gera upp fyrsta árið í starfi félagsins og leggja drög að framtíðarverkefnum. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf s.s. skýrsla stjórnar og kosningar í stjórn og nefndir. Að loknum fundarstörfum fer síðan fram keppnin um skörpustu ungu sýslu Suðurlands 2011, Búsvar, þar sem Árnesingar eiga titil að verja.