Aðalfundur FKS 31. jan. 2005
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn að Árhúsum, Hellu 31.janúar 2005
1. Fundarsetning.
Formaður Sigurður Loftsson setti fund kl. 12.15 og bauð fundarmenn velkomna.
Lagði fram tillögu um Gunnar Eiríksson sem fundarstjóra og Valdimar Guðjónsson sem fundarritara. Tillagan samþykkt.
Sigurður mælti í upphafi fundar fyrir samþykki fundarins um uppstillingarnefnd.
Lagði fram tillögu um; Grétar Einarsson Þórisholti, Þóri Jónsson Selalæk og Önnu Maríu Flygenring Hlíð.
Tillagan samþykkt.
Sigurður gerði einnig tillögu um fjárhagsnefnd. Hlutverk hennar að gera tillögu um árgjald félagsmanna og þóknun til stjórnarmanna.
Gerði tillögu um Sigrúnu Ástu Bjarnadóttur formann, Valdimar Guðjónsson og Ólaf Helgason Hraunkoti.
Tillagan samþykkt.
2. Skýrsla stjórnar (sjá skýrslu formanns 2004).
Gat Sigurður um breytingar á framboði nautgripakjöts sem nú er í jafnvægi. Fundað var með sláturleyfishöfum og náðust nokkrrar hækkanir á vormánuðum og síðasta sumar.
Hann minntist á greiðslu fyrir umframmjólk og taldi líkur á þörf fyrir greiðslu próteinhluta mjólkur að einhverju leyti nú 2005.
Kom inn á breytingar á lánamarkaði og framtíð lánasjóðsins.
Gat um tillögu félagsráðs þess efnis að farið yrði yfir málefni sjóðsins. Einnig að fallið yrði frá skilyrðislausri kröfu um fyrsta veðrétt.
Formaður sagði frá tillögu FKS um að bæta aðbúnað gripa á nautauppeldisstöðinni í Þorleifskoti.
Eru innréttingar þar ekki lengur í samræmi við nútímakröfur, en húsnæðið að öðru leyti í lagi og vel viðhaldið.
3. Ársreikningar 2004.
Gjaldkeri, Jóhann Nikulásson fór yfir reikninginn.
Rekstrartekjur og gjöld voru kr. 607.840
Rekstrartap ársins kr. 26.581
Innheimt árgjöld kr. 503.000
Orðið gefið laust um reikninga og skýrslu formanns.
Ágúst Dalkvist, sagði alltaf hafa farið fyrir brjóstið á sér að stillt væri upp lista í félagsráð og á aðalfund. Sagði ekki endilega slæmt þó mikill tími aðalfundar færi í kosningar. Lýsti eftir vilja fundarmanna um tilhögun þessara mála.
Gestur fundarins, Þórólfur Sveinsson formaður LK, tók til máls. Gat um tillögur frá FKS varðandi lánamálin og um stöðu sjóðsins almennt. Enn sem komið er hafa fáir aðilar flutt viðskipti sín frá Lánasjóðnum í miklum mæli. Hlutfall nú væri samt um 4%.
Hægt yrði að óbreyttu að sinna þörfum sjóðsins án viðbótarfjármagns. Ekki væri vit í að hafa málefni sjóðsins mikið lengur í óvissu. Taldi nauðsynlegt að hætta allri innheimtu sjóðagjalda til niðurgreiðslu vaxta. Jarðakaupalán yrðu áfram með svipuðu formi og áður varðandi vexti. Ástæða að skoða að fella niður kröfu um fyrsta veðrétt.
Mesta hættan á þessu stigi væri hins vegar að okkur yrði stillt upp við vegg og sagt að kúabændur vildu sjóðinn feigan. Uppgreiðslur eru hins vegar ábending um að breytingar væru staðreynd og við gætum ekkert horft framhjá þeim.
Kúabændur væru hins vegar partur af hagkerfinu sem breyttist hratt. Taldi hækkun jarðaverðs nokkuð ofmetna. Ætti helst við hlunnindajarðir. Hins vegar ættu fasteignatengdu réttindin mestan þátt, í 18 til 25% hækkun. Kæmi þar til mikil hækkun kvótaverðs.
Lánamöguleikar væru það miklir að auðveldlega væri hægt að yfirveðsetja sig, og sú hætta væri fyrir hendi nú.
Brynjar á Heiði þakkaði skilmerkilega skýrslu. Tók undir hugmyndir Sigurðar formanns að sinn réttur á fundinum væri að kjósa formann. Sagðist síðan treysta stjórn til að kalla saman félagsráð.
Fundarstjóri bar upp reikninga félagsins. Samþykktir án mótatkvæða.
4. Erindi: Torfi Jóhannesson – Byggt eða búið?
Kom m.a. inn á hvaða leiðir kúabændur stæðu frammi fyrir varðandi fjárfestingar, nýbyggingar og endurbætur í dag.
Mikil fækkun í stéttinnni. Máltæki sem notað hefði verið síðustu ár í Danmörku ætti jafnvel við hér . “Hættu eða stækkaðu.”
Lýsti einnig nokkrum “tegundum” kúabænda frá sama landi. Margt ætti þar við íslenska bændur einnig. Skipti þeim niður í nokkra flokka. Varfærnir, áræðnir, á útleið eða nýjungagjarnir.
Taldi ekkert mikið flóknara að byggja fjós en kaupa “gallabuxur”. Velta þyrfti fyrir sér stærðum og ráðfæra sig við eiginkonuna!
Spurning í upphafi hvers vegna að byggja fjós?
Margir segja “Ég er að missa af þróuninni”. Engin rök. Það sem skipti máli væri að hver og einn taki þá ákvörðun sem honum hentar.
Margir segja “Gamla fjósið er vinnufrekt.”
Ekki endilega rök fyrir nýbyggingu. Margar leiðir væru færar til að bæta vinnnuaðstöðu í gömlum básafjásum. Til dæmis; brautakerfi með aftökurum. Hægt að breyta mjólkurhúsum. Bæta tækni við gjafir. Notkun hálms hefði breytt ýmsu hjá bændum.
Sléttun gólfa til að auðvelda fóðrun. Rétt val hálsóla til að flýta bindingu.
Markviss endurskoðun á gömlum verkferlum.
Almennt eru menn fljótari að mjólka í básafjósum. Sérstaklega ef kýr eru ekki fleiri en 30 til 40.
Taldi búvörusamning góðan. Mikil tækifæri hjá mörgum til stækkunar. Nóg landrými.
Lausagöngufjós eflaust komin til að vera. Kvótaverð hins vegar geypihátt. Varla raunhæf kaup í augnablikinu nema menn gerðu ráð fyrir óbreyttu umhverfi næstu 30 ár.
Torfi sýndi dæmi um mikla hagkvæmni nytaukningar. Þannig yrði enn hagkvæmari nýting núverandi húsnæðis og meira hægt að reikna hagkvæmni kvótakaupa.
Útilokaði ekki möguleika á á ódýrari byggingum (t.d köld fjós)
Hagkvæmniútreikningar enduðu hins vegar alltaf á háu kvótaverði nú þessa mánuði. Það skekkti útreikninga.
Torfi vildi ekki útiloka kúabúskap sem hlutavinnu. T.d. mjólka 25. kýr á skuldlitlu búi. Bæta vinnuaðstöðu eins og hægt er. Taka síðan annað hlutastarf. Ekki mætti dæma þá leið út úr kortinu.
Af hverju ríkisstuðning?
Hann taldi ekki pólitískan ágreining um þann stuðning í raun. Torfi sagði þetta samt ekki niðurgreiðslu vöruverðs. Taldi það ekki raunhæf rök. Ekki heldur að tryggja framboð.
Öryggissjónarmið væru hins vegar gild rök.
“Halda landinu í rækt”, mikið atriði sem hægt væri vel að rökstyðja. Byggðasjónarmið einnig gild hjá öllum stjórnmálaflokkum. Menningarsjónarmið einnig. Taldi blunda bændur í flestum íslenskum kaupstaðabúum. Þeir keyptu sér ekki báta eða snekkjur er þeir efnuðust, heldur kepptust heldur við að rækta landskika og byggja sér sumarbústað.
Niðurstaða. Góðir tímar. Hafa langtímamarkmið skýr og vinna skipulega að þeim.
5. Afhending verðlauna fyrir afurðahæstu kúna 2004.
Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri BSSL tók til máls. Afurðaaukning var mikil árið 2004. Kýrin Gláma í Stóru Hildisey mjólkaði 12.767 kg á síðasta ári sem er Ísalndsmet. Eiga Jóhann og Hildur nythæsta kúabú ársins í heildina og einnig nythæstu kúna. Veitti Sveinn þeim hjónum viðurkenningu fyrir Íslandsmet Glámu 913.
6. Umræður frh.
Jónas Jónsson í Kálfholti, formaður stjórnar SS, þakkaði fyrir að vera boðinn á fund.
Óskaði kúabændum til hamingju með framfarir í nautgriparækt á Suðurlandi. Framfarir í ræktun búfjár væri miklar og einnig ættu tíðari sáðskipti í túnum mikinn þátt í afurðaframförum.
Taldi nauðsynlegt fyrir kjötmarkaðinn að fá jafnt framboð gripa. Slæmt væri að sitja uppi með innflutning vegna sveiflna á markaði.
Sigurlaug í Nýjabæ sagðist ánægð með erindi Torfa. Síðan sýndi hún fundarmönnum vigtarseðil fyrir 12 nautgripa innlegg. Velti fyrir sér rýrnun, 3% af fallþunga, eða 85 kíló væru tekin af sér. Spurði hvenær hún hætti að eiga gripinn. Væri það strax við slátrun, daginn eftir, eða eftir viku.
Torfi Jónsson, sláturhússtjóri á Hellu. Þakkaði fyrir góðar undirtektir við sitt fyrirtæki sem stofnað var fyrir þrem árum. Sagði sláturleyfishafa hafa sótt þetta sem sanngirnisatriði fyrir um 15 árum varðandi 3% rýrnun. Þetta væri einnig gert í öðrum kjöttegundum.
7. Kosningar.
Grétar Einarsson formaður uppstillingarnefndar gerði grein fyrir niðurstöðu nefndarinnar.
Tillaga uppstillinganefndar 2005
Félagsráð Félags kúabænda á Suðurlandi kosið 2005 til tveggja ára.
Gunnar Eiríksson, Túnsbergi
Atli Rafn Hróbjartsson, Brekkum 1
Sigurlaug Leifsdóttir, Nýjabæ
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ
Guðrún Helga Þórisdóttir, Skeiðháholti
Sigrún Ásta Bjarnadóttir, St-Mástungu
Sigurjón Hjaltason, Raftholti
Einar Haraldsson, Urriðafossi
Arnheiður D. Einarsdóttir, Guðnastöðum
Varamenn:
Ragnar Magnússon, Birtingaholti
Ólafur Helgason, Hraunkoti
Gunnar Sverrisson, Hrosshaga
Fulltrúar á aðalfund Búnaðarsambands Suðurlands 2005:
Sigurður Loftsson, Steinsholti.
Gunnar Kr. Eiríksson, Túnsbergi.
Ágúst Sæmundsson, Bjólu.
Ágúst Dalkvist, Eystra Hrauni.
Arnheiður D. Einarsdóttir, Guðnastöðum.
Varamenn:
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ.
Birna Þorsteinsdóttir, Reykjum.
Bertha Kvaran, Miðhjáleigu.
Sigurjón Eyjólfsson, Pétursey.
Fulltrúar á aðalfund Landssambands kúabænda 2005:
Sveinn Ingvarsson, Reykjahlíð.
Einar Haraldsson, Urriðafossi.
Grétar Einarsson, Þórisholti.
Sigrún Ásta Bjarnadóttir, St- Mástungu.
Sigurlaug Leifsdóttir, Nýjabæ.
Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ.
Jóhann Nikulásson, St-Hildisey.
Katrín Birna Viðarsdóttir, Ásólfskála.
Varamenn:
Gunnar Eiríksson, Túnsbergi.
Gunnar Sverrisson, Hrosshaga.
Sigurjón Hjaltason, Raftholti.
Þórarinn Eggertsson, Hraungerði.
Ólafur Þorri Gunnarsson, Bollakoti.
Þorsteinn Markússon, Eystra Fíflholti.
Ólafur Helgason, Hraunkoti.
Sigurður Loftsson, Steinsholti.
Skoðunarmenn reikninga Félags kúabænda á Suðurlandi:
Páll Lýðsson, Litlu Sandvík.
Guðmundur Lárusson, Stekkum.
Til vara:
Rútur Pálsson, Skíðbakka.
Daníel Magnússon, Akbraut
Tillögur voru bornar upp hver fyrir sig. Allar samþykktar án breytinga frá uppstillingarnefnd.
8.Önnur mál.
Sigrún Ásta Bjarnadóttir í Stóru Mástungu mælti fyrir tillögu fjárhagsnefndar.
“Aðalfundur FKS haldinn á Hellu 31. janúar 2005 samþykkir að árgjald félagsins verði kr. 2.000 fyrir hvern félagsmann.” Í viðauka tillögunnar var eftirfarandi.
“Gerð er tillaga um að laun stjórnarmanna hækki um kr. 10.000. Einnig að þeir fái greitt fyrir aukafundi. Fulltrúar í félagsráði hafa einnig fengið greitt fyrir akstur á félagsráðsfundi undanfarin ár og er nokkur hækkunarþörf nú til að fylgja verðlagi”.
Sveinn Ingvarsson vildi fá að vita skýrar hvað stjórnarmenn fá greitt.
Þorgeir Vigfússon taldi réttara að hafa þetta tvær tillögur.
Guðmundur Lárusson taldi eins rétt að miða árgjald við lítrafjölda, t.d. 30 lítra mjólkur.
Birna Þorsteinsdóttir, sagði lágmark að laun formanns yrðu kr. 100.000 ár ári. Það væri sem svaraði 1200 lítrum mjólkur
Sigurður Loftsson sagði snúið að meta hvers virði vinnan væri sem unnin væri. Meginatriði væri að sá sem starfaði hefði áhuga. Sagði þetta upphaflega hafa verið hugsað sem kostnað við skrifstofuaðstöðu, ekki laun beint.
Sigrún Ásta Bjarnadóttir sagði ófært að menn borguðu með sér í þessari vinnu.Lagði fram eftirfarandi viðauka frá fjárhagsnefnd (við tillögu hennar).
…”leggjum til að greiðslur fyrir akstur á félagsráðsfundi fari eftir ríkistaxta.
Stjórnarmenn fái ekki greitt fyrir aðalfund Bssl og LK og ekki fyrir félagsráðsfundi.
Núverandi laun eru kr. 45.000 formaður, kr. 15.000 gjaldkeri, kr. 15.000 ritari.
Laun formanns verði kr. 55.000, gjaldkera kr. 25.000 og ritara kr. 25.000.”
Ólafur Helgason taldi ekki rétt að hækka árgjaldið meira í einu stökki.
Sveinn Ingvarsson taldi rétt að hækka þá aðra stjórnarmenn einnig og skilja þá ekki eftir. Þeir fengju þá sem næmi 600 lítrum mjólkur.
Sigurlaug í Nýjabæ taldi hjón hljóta að geta borgað um 5000 kr. á ári.
Sigurjón í Rafholti lagði til að samþykkt yrði tillaga nefndarinnar. Rétt væri að félagsráð tæki meiri umræðu um þetta mál.
Guðmundur Lárusson taldi þetta skrýtna umræða. Á búum væri verið að velta 15 til 20 milljónum lítra á ári og síðan væri verið að velta fyrir sér 10.000 köllum. Mælti fyrir tillögu um málið.
Sigrún Ásta sagðist gleðjast yfir þessari umræðu. Ekki hefði hins vegar verið talið æskilegt að taka meiri hækkun árgjalds í einu lagi en það væri í dag kr. 1500. Sjálf hefði hún viljað hækkun í 2.500 kr.
Guðbjörg Jónsdóttir taldi það óvirðingu við nefndina að eyða jafn miklum tíma aðalfundarins í þessa umræðu.
Gengið var til atkvæða um tillögu Guðmundar Lárussonar
.
“Aðalfundur FKS 2005 haldinn að Árhúsum Hellu leggur til að árgjald félagsins verði andvirði 30 lítra grundvallarmjólkur á ári.”
Samþykkt með 10 atkvæðum gegn 9.
Tillaga Sveins Ingvarssonar og Birnu Þorsteinsdóttur borin upp.
“Aðalfundur FKS 2005 haldinn að Árhúsum Hellu samþykkir að formaður félagsins fái andvirði 1200 lítra grundvallarmjólkur í laun á ári. Gjaldkeri og ritari andvirði 6oo lítra grundvallarmjólkur”
Samþykkt með 18 atkv. gegn 2 atkv.
Tillaga fjárhagsnefndar um að farið verði eftir taxta ríkisins á akstri félagsráðsmanna .
Samþykkt samhljóða.
Grétar Einarsson tók til máls og gat umræðu er fór fram í félagsráði um að réttara væri að kjósa formann beinni kosningu á aðalfundi. Sagðist hins vegar setja spurningamerki við hvort kjósa ætti allt félagsráðið. Enn væri mjög brýnt að ná inn fleiri félagsmönnum.
Birna Þorsteinsdóttir gat um árshátíð félagsins og hvatti sunnlenska bændur að mæta á Hótel Selfoss þann 9. apríl. Norðlendingar hefðu gert þetta með myndarbrag á síðasta ári og mætt vel.
Sagðist hafa nokkrar áhyggjur af neikvæðri umræðu varðandi fyrirhugaða sameiningu MS og MBF, fólk talaði um að nú yrðu störf flutt suður í neikvæðum tón.
Þakkaði stjórn fyrir góð störf og skýrslu.
Sigurður Loftsson mælti fyrir tillögu um laganefnd.
“Aðalfundur FKS 2005 haldinn að Árhúsum Hellu, samþykkir skipun eftirtaldra aðila í laganefnd.; Elvar Eyvindsson Skíðbakka formaður, Ágúst Dalkvist Eystra Hrauni og Einar Haraldsson Urriðafossi.
Nefndin skal starfa næsta ár og skila tillögum til næsta aðalfundar um breytingar á lögum félagsins, sjái hún tilefni til.”
Sigurlaug í Nýjabæ lagði til að þetta yrði 5 manna nefnd.
Sigurður Loftsson taldi slíkt ekki nauðsynlegt. Tillagan borin undir atkvæði, samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Daníel í Akbraut minntist á kvótaverð. Taldi milliliði eiga sinn þátt hækkun.
Kom inná flokkunarreglur mjólkur. Sagði dæmi þess að menn hafi mistúlkað reglugerð og jafvel lent í lokun þess vegna. Minntist á markmið í nautgriparækt. Taldi kynbótamat ekki grunn til að byggja á framfarir.
Skap væri vandamál í ræktunarstarfi. Bændur væru sjálfir að gefa of háar einkunnir.
Sagði menn treysta ráðunautum of mikið í ræktunarstarfi. Þeir ættu sjálfir að hafa meira frumkvæði.
Menn ættu að leggja meiri áherslu á byggingardóm. Fjöldi heimanauta væri líka vegna þess að menn fengju ekki það sem þeir vildu fá.
Steinefnajafnvægi og doði væri vandamál. Hann benti fundarmönnum á að lesa grein Þorsteins dýralæknis.
Minntist á búvörusamning. Hvað yrði eftir að búvörusamningi lyki og hvernig ætti að koma grænum greiðslum inn? Slíkt væri enn í óvissu.
Daníel mælti fyrir tillögu er varðar mjólkurreglugerð. Samþykkt að vísa tillögunni til stjórnar.
Bjarni Jónsson á Selalæk, formaður stjórnar MBF, kom inn á sameiningarhugmyndir MBF og MS. Sagði þetta hafa verið samþykkt samhljóða á fundum þessara félaga síðasta haust. Vinna væri nú í gangi fram að aðalfundum fyrirtækjanna. Bréf hefðu verið send til bænda strax eftir fundina. Hann hefði sjálfur ekki áhyggjur af að störf færu í stórum stíl til Reykjavíkur.
Egill á Berustöðum, sagði Daníel hafa gert of lítið úr ræktunarmarkmiðum í nautgriparækt. Hann kæmi sjálfur að því með fleirum að vinna ræktunarmarkmið. Slíkar áætlanir væru í gangi en tækju hins vegar langan tíma, 10 til 15 ár jafnvel. Lögð hefði verið mikil áhersla á júgur og spenagerð síðustu ár. Farið er eftir þessu og árangur hefur náðst. Aðeins kýr með 115 og yfir koma til greina. Þær gætu hins vegar verið með galla, þrátt fyrir háa einkunn.
Taldi rétt hjá Daníel að enn væru ófrágengin markmið í búvörusamningi. Tími hefði hins vegar ekki leyft að loka honum fullkomnlega. Sagði hvergi minnst á “byggð “ í samningnum. Var ósammála Torfa og taldi stuðning ríkisins fyrst og fremst niðurgreiðslu á vöruverði.
Baldur Helgi Benjamínsson sagði ræktunarmarkmið í sjálfu sér ágætlega skilgreind.
Hins vegar væru markmiðin enginn endanlegur sannleikur. Þau væru eðlilega alltaf breytileg. Allar kýr með meira en 110 kæmu til greina. Breytingar væru gerðar á fimm ára fresti. Hvatti menn til að segja álit sitt á áherslum í nautgriparækt.
Förgunarástæður hér eru aðrar en erlendis. Júgurbólga er stærri þáttur en í flestum nágrannalöndum. Frumutala hér hærri en annarsstaðar. Breytileikinn í skapi væri mikill. Bændur mættu alveg nota skalann betur í einkunnagjöf fyrir skap. Þyrfti að ná betur að fanga breytileikann inn í matið.
Daníel í Akbraut sté aftur í pontu. Lýsti aftur óánægju sinni með matið.
Viðari í Ásum fannst fara hrakandi mjöltum á kvígum. Þær væru of hægmjalta og fastmjólka. Slíkt væri stór galli og kvaðst sjálfur gefa minna fyrir lag júgurs ef slíkir hlutir væru ekki í lagi.
Ágúst Dalkvist, sagðist sjálfur flokka kvígur í fjóra flokka.
Guðmundur Lárusson kom inn á ábendingu Viðars. Kýr skæru sig meira úr í mjaltabásum og stækkandi fjósum sem væru fastmjólka. Rétt væri að láta ráðunauta sjálfa mjólka. Þannig gætu þeir betur kynnst stöðunni í dag í fjósum landsins.
Velti fyrir sér framtíð greinarinnar. Sagði ofarlega í huga sér viðtal við formann Bændasamtakanna í jólablaði Bændablaðsins. Hann teldi okkur ekki geta keppt við verð erlendis. Guðmundur taldi að gera yrði betri skilgreiningu á framtíð greinarinnar eftir 20 til 30 ár.
Sigurjón í Raftholti taldi Guðmund vera á of svartsýnum nótum. Þó að við kepptum vart við nálæg eða suðlæg lönd í verðum, þá gerðum við það í gæðum.Taldi slíkt hafa sannnast í rannsóknum. Las upp niðurstöður rannsókna í því sambandi. Jafnvel væru falin meiri verðmæti í broddmjólk vegna eiginleika íslensku mjólkurinnar.
Daníel sagðist fá mesta skapgalla þegar hann fengi kvígur út úr sæðingum.
Baldur minntist á mjaltakerfi. Mjaltarar og nýtísku mjaltabásar safna miklum upplýsingum í dag. Kanna þyrfti útbreiðslu á þessum kerfum og fá bændur til að safna upplýsingum. Bændur væru kröfuharðari í dag með mjaltir. Menn hefðu minni tíma til að eiga við hvern grip.
Sigurður Loftsson formaður sleit síðan fundi kl. 16. 45
Valdimar Guðjónsson,
fundarritari