Aðalfundur FKS 4. apríl 2002
Aðalfundur FKS í Þingborg 4. apríl 2002
Eftir samþykkt reikninga og skýrslu formanns flutti erindi Jón Sigurðsson hagfræðingur og deildi með fundarmönnum sinni framtíðarsýn. Hann taldi þróun halda áfram í tæknivæðingu og fækkun eininga í landbúnaði sem víðar. Vextir lánasjóðs myndu hækka og arðsemiskrafa aukast. Íbúar starfandi við landbúnað í sveitum yrðu minnihluti íbúa. Hrossabúskapur yrði aðskilinn landbúnaðakerfi og sér atvinnugrein.Sauðfjárrækt myndi hverfa sem búgrein og yrði aukageta. Einnig nautakjötsframleiðsla. Hann efaðist um að útflutningur myndi skipta máli.
Sigurjón Hjaltason kvaðst ekki hafa jafn myrka sýn. Hann taldi arðsemismat hjá bændum ekki á þann veg sem Jón gat um. Guðmundur Lárusson taldi sýn Jóns öðruvísi en Guðna Ágústssonar. Hann vildi deila bjartsýni með Guðna og fleirum, en því miður væri það ekki raunhæft. Útflutningur á lambakjöti er ekki að skila þeim verðum til bænda sem nauðsynlegt er fyrir framleiðendur.
Þórólfur Sveinsson formaður LK taldi mjólkurverð til bænda verða óbreytt til áramóta ef rauð strik héldu. Biðstaða er nú í þeim erfiðu málum er komu upp um síðustu verðlagsáramót. Fagnaði hversu skýr afstaða Landbúnaðarráðuneytis var til umsóknar NRFÍ hóps, taldi hins vegar álit Fagráðs unnið eftir skyldum þess og með málefnalegum hætti. Taldi sinn skilning á svari Landbúnaðarráðuneytis að ræktunarfélag gæti ekki fengið leyfi til innflutnings.
Aukning í mjólkursölu er ein sú mesta á sögulegum tíma hér. Taldi Þórólfur víst að greiðslumark yrði aukið næsta verðlagsár. Viss tormerki væru á að framleiðsla nautakjöts gæti staðið áfram án styrkja. Öll teikn að samkeppni yrði áfram “blóðug” í þeim geira. Ekki væru til peningar nú að kaupa kálfa af markaði. Hann sagði kerfið frá 1992 hafa virkað vel í mjólkurframleiðslunni og iðnaðinum. Nú þyrfti hins vegar að byrja umræður um framhaldið og fyrstu skref nýs búvörusamnings.
Ágúst Dalkvist Eystra Hrauni taldi margt vanta inn í skýrslu Fagráðs um umsókn NRFÍ, t.d. umsögn Braga Líndal um próteingæði íslenskrar mjólkur. Hann taldi Þórólf vanhæfan í Fagráði. Ráðið hefði m.a. unnið út frá skýrslum sem hann hefði unnið sjálfur. Gauti Gunnarsson Læk kom inn á verknámskennslu á Hvanneyri og lýsti efasemdum varðandi þörf fyrir dýrt kennslufjós. Sjálfur hefði hann lítið fengið útúr mjaltakennslu við nám þar.
Eggert á Kirkjulæk stjórnarmaður í BÍ sagði ekki sína skoðun að búvörusamningur ætti að verða svæðisbundinn í mjólk, hins vegar væri rétt að velta upp hvort endilega væri heppilegt að nýr samningur væri 100% framleiðslutengdur.
Sigurjón í Raftholti sagði nauðsynlegt að ítreka og kynna gæði og hreinleika nautakjöts. Hrósaði Guðna ráðherra fyrir neitun á innflutningi fósturvísa. Kvað hann ráðuneytið færa gild rök. Fagráð taldi hann vera hóp innflutningssinna.
Sólrún Ólafsdóttir stjórnarmaður BÍ kvaðst öfunda kúabændur af stöðunni í markaðsmálum.Sagðist steinhætt að trúa á útflutning afurða. Verðin væru slík að óviðunandi væri.
Egill á Berustöðum kvaðst ekki skilja hví Ágúst og Sigurjón væru enn í innflutningsumræðu. Meira áríðandi væri að ræða nýjan búvörusamning.
Gunnar Sverrisson sagði hækkun mjólkur í nóvember mjög mikilvæga og hefði ekki náðst mánuði síðar. Innflutningsmál væru út af borðinu og bað hann menn að virða friðinn.
Þórólfur sagði að lögfræðiálit hafa legið frammi um hæfni og vanhæfni í Fagráði. Sagði nauðsyn nú fyrir Guðna ráðherra að höggva á hnúta varðandi fagstofnanir og staðsetningar.
Gunnar á Túnsbergi las upp tillögur uppstillingarnefndar í Félagsráð FKS og á aðalfundi Bssl. og LK.
Ágúst Dalkvist sté næst í pontu og gerði tillögu um aðra fulltrúa á aðalfund LK og las upp þau nöfn.Var formaður FKS ekki í þeim hópi.
Sigurður Loftsson formaður félagsins kvaðst líta svo á að upp væri kominn klofningur í Félagsráði. Hann sagðist líta á það sem vantraust á sig og sín störf fengi hann ekki brautargengi.
Sigurjón í Raftholti kvað þurfa að ýta út innflutningssinnum.
Sigurlaug Leifsdóttir sagði þetta upphlaup mönnum lítt til sóma.
Sveinn Ingvarsson sagði það félagslegan vanþroska að útiloka formann félagsins. Guðmundur Lárusson taldi hér uppstillt beinlínis til að fella Þórólf á aðalfundi LK.
Þar sem komin var önnur tillaga var gengið til kosninga um fulltrúa á aðalfund LK. Fór kjör þannig:
1. Sveinn Ingvarsson 94 atkvæði
2. Valdimar Guðjónsson 91 “
3. Sigurður Loftsson 89 “
4. Sigurlaug Leifsdóttir 83 “
5. Grétar Einarsson 79 “
6-7 Kristinn Guðnason 76 “
6-7 Sigrún Ásta Bjarnadóttir 76 “
8. Elvar Eyvindsson 75 “
9. Arnar Bjarni Eiríksson 72 “
Reyndust þetta sömu einstaklingar og í tillögu uppstillingarnefndar.
Kjörnir í Félagsráð til tveggja ára samkvæmt tillögu uppstillinganefndar
1. Grétar Einarsson
2. Ágúst Dalkvist
3. Ólafur Kristjánsson
4. Arnar Bjarni Eiríksson
5. Jóhann Nikulásson
6. Sigurður Loftsson
7. Kristinn Guðnason
8. Birna Þorsteinsdóttir
9. Daníel Magnússon
Varamenn.
Sveinn Ingvarsson
Björn Harðarson
Katrín Birna Viðarsdóttir.
Einnig kjörnir 5 fulltrúar á aðalfund Bssl.
Aðalmenn:
Sigurður Loftsson Steinsholti.
Gunnar Kr. Eiríksson Túnsbergi.
Sigurlaug Leifsdóttir Nýja bæ.
Ágúst Dalkvist Eystra Hrauni.
María Hauksdóttir Geirakoti.
Varamenn:
Sigrún Ásta Bjarnadóttir Stóru Mástungu.
Egill Sigurðsson Berustöðum.
Gunnar Sverrisson Hrosshaga.
Sigurjón Eyjólfsson Pétursey.
Kjörnir tveir skoðunarmenn og tveir til vara; Páll Lýðsson Litlu Sandvík, Guðmundur Lárusson Stekkum, og til vara; Friðgeir Stefánsson Laugardalshólum og Daníel Magnússon Akbraut.
Elín Sveinsdóttir Egilsstaðakoti kvaddi sér hljóðs og kvaðst hafa efasemdir um þá skipan að fulltrúar úr Félagsráði sætu sjálfir í uppstillingarnefnd. Formaður kvað vel mega taka þá gagnrýni til íhugunar.
Sigurður Loftsson flutti tillögu um tímamótin 2004 er verðlag á mjólk verður gefið frjálst. Valdimar Guðjónsson mælti fyrir ályktun varðandi kjötmálin. Fundurinn samþykkti hvort tveggja án mótatkvæða.
Ályktun um verðlagningu mjólkur á heildsölustigi
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn í Þingborg 4. apríl 2002, fagnar því að frestun hafi fengist á ákvæðum um að hætt verði opinberri verðlagningu mjólkurvara á heildsölustigi fram á mitt ár 2004. Fundurinn leggur áherslu á að sá frestur sem þarna var gefinn verði nýttur vel og markaðsstaða íslenskra mjólkurafurða tryggð til framtíðar. Ljóst er að margt í núverandi umhverfi mun breytast . Taka þarf til vandlegrar skoðunar framtíðarskipan framleiðslu, vinnslu og sölumála.. Fundurinn hvetur málsaðila, Samtök afurðastöva í mjólkuriðnaði, Landsamband kúabænda, Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarráðuneytið að taka höndum saman í þessu máli, enda um grundvallaratriði að ræða í afkomu íslenskrar mjólkurframleiðslu.
Tilmæli til sláturleyfishafa varðandi nautakjöt
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn að Þingborg 4. apríl 2002 beinir eftirfarandi tilmælum til stjórna og forráðamanna sláturleyfishafa á Suðurlandi: Aðalfundurinn hvetur til að hækka verð algengustu flokka nautakjöts og kýrkjöts til bænda. Einnig að stytta greiðslufresti þar sem um er að ræða ferskvöru.
Ljóst er að breytingar eru að verða þessa mánuðina varðandi framboð gripa til slátrunar og jafnvel viss vöntun framundan. Auglýst hefur verið eftir nautgripum og vekur athygli að ekki skuli þá boðið hærra verð til að tryggja sér nægt framboð.
Verð til bænda hefur verið algerlega óásættanlegt og verður að breytast. Verðþróun síðustu 10 ára hefur verið á þann veg að stöðugt minnkar hlutur framleiðenda. Vegna stærðar og umsetningar SS hér sunnanlands í slátrun og vinnslu er það tvímælalaust leiðandi aðili varðandi verðlagningu og þar sem fyrirtækið er í meirihluta eign bænda er horft til þess að verðlagning afurða til bænda sé lífvænleg og viðunandi.
Vegna mikils kostnaðar í eldi og langs framleiðsluferils er nautakjöt yfirleitt dýrasta kjöttegundin í nágrannalöndunum og hlýtur það einnig að eiga við hér á landi. Aðalfundurinn hvetur sláturleyfishafa og samstarfsaðila til að gera betur í að auglýsa og kynna nautkjöt fyrir neytendum. Aðalfundurinn og stjórn FKS hvetja til aukins samstarfs milli framleiðenda og sláturleyfishafa varðandi þau mál sem snúa beint að bændum, t.d. varðandi gæði, flokkun og afsetningu afurða í samstarfi við ráðunauta Búnaðarsambands Suðurlands.
Fundargestir voru um 110 talsins.
Samantekið og stytt.
Valdimar Guðjónsson ritari.
Eftir samþykkt reikninga og skýrslu formanns flutti erindi Jón Sigurðsson hagfræðingur og deildi með fundarmönnum sinni framtíðarsýn. Hann taldi þróun halda áfram í tæknivæðingu og fækkun eininga í landbúnaði sem víðar. Vextir lánasjóðs myndu hækka og arðsemiskrafa aukast. Íbúar starfandi við landbúnað í sveitum yrðu minnihluti íbúa. Hrossabúskapur yrði aðskilinn landbúnaðakerfi og sér atvinnugrein.Sauðfjárrækt myndi hverfa sem búgrein og yrði aukageta. Einnig nautakjötsframleiðsla. Hann efaðist um að útflutningur myndi skipta máli.
Sigurjón Hjaltason kvaðst ekki hafa jafn myrka sýn. Hann taldi arðsemismat hjá bændum ekki á þann veg sem Jón gat um. Guðmundur Lárusson taldi sýn Jóns öðruvísi en Guðna Ágústssonar. Hann vildi deila bjartsýni með Guðna og fleirum, en því miður væri það ekki raunhæft. Útflutningur á lambakjöti er ekki að skila þeim verðum til bænda sem nauðsynlegt er fyrir framleiðendur.
Þórólfur Sveinsson formaður LK taldi mjólkurverð til bænda verða óbreytt til áramóta ef rauð strik héldu. Biðstaða er nú í þeim erfiðu málum er komu upp um síðustu verðlagsáramót. Fagnaði hversu skýr afstaða Landbúnaðarráðuneytis var til umsóknar NRFÍ hóps, taldi hins vegar álit Fagráðs unnið eftir skyldum þess og með málefnalegum hætti. Taldi sinn skilning á svari Landbúnaðarráðuneytis að ræktunarfélag gæti ekki fengið leyfi til innflutnings.
Aukning í mjólkursölu er ein sú mesta á sögulegum tíma hér. Taldi Þórólfur víst að greiðslumark yrði aukið næsta verðlagsár. Viss tormerki væru á að framleiðsla nautakjöts gæti staðið áfram án styrkja. Öll teikn að samkeppni yrði áfram “blóðug” í þeim geira. Ekki væru til peningar nú að kaupa kálfa af markaði. Hann sagði kerfið frá 1992 hafa virkað vel í mjólkurframleiðslunni og iðnaðinum. Nú þyrfti hins vegar að byrja umræður um framhaldið og fyrstu skref nýs búvörusamnings.
Ágúst Dalkvist Eystra Hrauni taldi margt vanta inn í skýrslu Fagráðs um umsókn NRFÍ, t.d. umsögn Braga Líndal um próteingæði íslenskrar mjólkur. Hann taldi Þórólf vanhæfan í Fagráði. Ráðið hefði m.a. unnið út frá skýrslum sem hann hefði unnið sjálfur. Gauti Gunnarsson Læk kom inn á verknámskennslu á Hvanneyri og lýsti efasemdum varðandi þörf fyrir dýrt kennslufjós. Sjálfur hefði hann lítið fengið útúr mjaltakennslu við nám þar.
Eggert á Kirkjulæk stjórnarmaður í BÍ sagði ekki sína skoðun að búvörusamningur ætti að verða svæðisbundinn í mjólk, hins vegar væri rétt að velta upp hvort endilega væri heppilegt að nýr samningur væri 100% framleiðslutengdur.
Sigurjón í Raftholti sagði nauðsynlegt að ítreka og kynna gæði og hreinleika nautakjöts. Hrósaði Guðna ráðherra fyrir neitun á innflutningi fósturvísa. Kvað hann ráðuneytið færa gild rök. Fagráð taldi hann vera hóp innflutningssinna.
Sólrún Ólafsdóttir stjórnarmaður BÍ kvaðst öfunda kúabændur af stöðunni í markaðsmálum.Sagðist steinhætt að trúa á útflutning afurða. Verðin væru slík að óviðunandi væri.
Egill á Berustöðum kvaðst ekki skilja hví Ágúst og Sigurjón væru enn í innflutningsumræðu. Meira áríðandi væri að ræða nýjan búvörusamning.
Gunnar Sverrisson sagði hækkun mjólkur í nóvember mjög mikilvæga og hefði ekki náðst mánuði síðar. Innflutningsmál væru út af borðinu og bað hann menn að virða friðinn.
Þórólfur sagði að lögfræðiálit hafa legið frammi um hæfni og vanhæfni í Fagráði. Sagði nauðsyn nú fyrir Guðna ráðherra að höggva á hnúta varðandi fagstofnanir og staðsetningar.
Gunnar á Túnsbergi las upp tillögur uppstillingarnefndar í Félagsráð FKS og á aðalfundi Bssl. og LK.
Ágúst Dalkvist sté næst í pontu og gerði tillögu um aðra fulltrúa á aðalfund LK og las upp þau nöfn.Var formaður FKS ekki í þeim hópi.
Sigurður Loftsson formaður félagsins kvaðst líta svo á að upp væri kominn klofningur í Félagsráði. Hann sagðist líta á það sem vantraust á sig og sín störf fengi hann ekki brautargengi.
Sigurjón í Raftholti kvað þurfa að ýta út innflutningssinnum.
Sigurlaug Leifsdóttir sagði þetta upphlaup mönnum lítt til sóma.
Sveinn Ingvarsson sagði það félagslegan vanþroska að útiloka formann félagsins. Guðmundur Lárusson taldi hér uppstillt beinlínis til að fella Þórólf á aðalfundi LK.
Þar sem komin var önnur tillaga var gengið til kosninga um fulltrúa á aðalfund LK. Fór kjör þannig:
1. Sveinn Ingvarsson 94 atkvæði
2. Valdimar Guðjónsson 91 “
3. Sigurður Loftsson 89 “
4. Sigurlaug Leifsdóttir 83 “
5. Grétar Einarsson 79 “
6-7 Kristinn Guðnason 76 “
6-7 Sigrún Ásta Bjarnadóttir 76 “
8. Elvar Eyvindsson 75 “
9. Arnar Bjarni Eiríksson 72 “
Reyndust þetta sömu einstaklingar og í tillögu uppstillingarnefndar.
Kjörnir í Félagsráð til tveggja ára samkvæmt tillögu uppstillinganefndar
1. Grétar Einarsson
2. Ágúst Dalkvist
3. Ólafur Kristjánsson
4. Arnar Bjarni Eiríksson
5. Jóhann Nikulásson
6. Sigurður Loftsson
7. Kristinn Guðnason
8. Birna Þorsteinsdóttir
9. Daníel Magnússon
Varamenn.
Sveinn Ingvarsson
Björn Harðarson
Katrín Birna Viðarsdóttir.
Einnig kjörnir 5 fulltrúar á aðalfund Bssl.
Aðalmenn:
Sigurður Loftsson Steinsholti.
Gunnar Kr. Eiríksson Túnsbergi.
Sigurlaug Leifsdóttir Nýja bæ.
Ágúst Dalkvist Eystra Hrauni.
María Hauksdóttir Geirakoti.
Varamenn:
Sigrún Ásta Bjarnadóttir Stóru Mástungu.
Egill Sigurðsson Berustöðum.
Gunnar Sverrisson Hrosshaga.
Sigurjón Eyjólfsson Pétursey.
Kjörnir tveir skoðunarmenn og tveir til vara; Páll Lýðsson Litlu Sandvík, Guðmundur Lárusson Stekkum, og til vara; Friðgeir Stefánsson Laugardalshólum og Daníel Magnússon Akbraut.
Elín Sveinsdóttir Egilsstaðakoti kvaddi sér hljóðs og kvaðst hafa efasemdir um þá skipan að fulltrúar úr Félagsráði sætu sjálfir í uppstillingarnefnd. Formaður kvað vel mega taka þá gagnrýni til íhugunar.
Sigurður Loftsson flutti tillögu um tímamótin 2004 er verðlag á mjólk verður gefið frjálst. Valdimar Guðjónsson mælti fyrir ályktun varðandi kjötmálin. Fundurinn samþykkti hvort tveggja án mótatkvæða.
Ályktun um verðlagningu mjólkur á heildsölustigi
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn í Þingborg 4. apríl 2002, fagnar því að frestun hafi fengist á ákvæðum um að hætt verði opinberri verðlagningu mjólkurvara á heildsölustigi fram á mitt ár 2004. Fundurinn leggur áherslu á að sá frestur sem þarna var gefinn verði nýttur vel og markaðsstaða íslenskra mjólkurafurða tryggð til framtíðar. Ljóst er að margt í núverandi umhverfi mun breytast . Taka þarf til vandlegrar skoðunar framtíðarskipan framleiðslu, vinnslu og sölumála.. Fundurinn hvetur málsaðila, Samtök afurðastöva í mjólkuriðnaði, Landsamband kúabænda, Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarráðuneytið að taka höndum saman í þessu máli, enda um grundvallaratriði að ræða í afkomu íslenskrar mjólkurframleiðslu.
Tilmæli til sláturleyfishafa varðandi nautakjöt
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi haldinn að Þingborg 4. apríl 2002 beinir eftirfarandi tilmælum til stjórna og forráðamanna sláturleyfishafa á Suðurlandi: Aðalfundurinn hvetur til að hækka verð algengustu flokka nautakjöts og kýrkjöts til bænda. Einnig að stytta greiðslufresti þar sem um er að ræða ferskvöru.
Ljóst er að breytingar eru að verða þessa mánuðina varðandi framboð gripa til slátrunar og jafnvel viss vöntun framundan. Auglýst hefur verið eftir nautgripum og vekur athygli að ekki skuli þá boðið hærra verð til að tryggja sér nægt framboð.
Verð til bænda hefur verið algerlega óásættanlegt og verður að breytast. Verðþróun síðustu 10 ára hefur verið á þann veg að stöðugt minnkar hlutur framleiðenda. Vegna stærðar og umsetningar SS hér sunnanlands í slátrun og vinnslu er það tvímælalaust leiðandi aðili varðandi verðlagningu og þar sem fyrirtækið er í meirihluta eign bænda er horft til þess að verðlagning afurða til bænda sé lífvænleg og viðunandi.
Vegna mikils kostnaðar í eldi og langs framleiðsluferils er nautakjöt yfirleitt dýrasta kjöttegundin í nágrannalöndunum og hlýtur það einnig að eiga við hér á landi. Aðalfundurinn hvetur sláturleyfishafa og samstarfsaðila til að gera betur í að auglýsa og kynna nautkjöt fyrir neytendum. Aðalfundurinn og stjórn FKS hvetja til aukins samstarfs milli framleiðenda og sláturleyfishafa varðandi þau mál sem snúa beint að bændum, t.d. varðandi gæði, flokkun og afsetningu afurða í samstarfi við ráðunauta Búnaðarsambands Suðurlands.
Fundargestir voru um 110 talsins.
Samantekið og stytt.
Valdimar Guðjónsson ritari.