Aðalfundur FKS 11. febrúar 2020

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn í Gunnarsholti 11. febrúar 2020. Rafn
Bergsson, formaður, setti fund kl. 12.15. Hann tilnefndi Harald Einarsson á Urriðafossi sem
fundarstjóra og Gunnar Ríkharðsson fundarritara. Samþykkt samhljóða.


Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar – Rafn Bergsson formaður
2. Reikningar félagsins – Borghildur Kristinsdóttir gjaldkeri
3. Umræður um skýrslu og reikninga
4. Kosningar:
a. Kosinn formaður félagsins
b. Kosnir 9 fulltrúar í Félagsráð og 3 til vara
c. Kosnir 6 fulltrúar á Aðalfund LK 27-28 mars 2020
d. Kosnir 5 fulltrúar á Aðalfund BSSL
5. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landsambands kúabænda fer yfir starf samtakanna
6. Hermann Árnason frjótæknir fjallar um frjósemi ofl. varðandi sæðingar.
7. Búnaðarsamband Suðurlands veitir viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið,
afurðahæstu kúna og þyngsta nautið árið 2019 .
8. Önnur mál.

1. Skýrsla formanns – Rafn Bergsson
Fundarstjóri, gestir, ágætu félagar.
Ég býð ykkur velkomin á þennan aðalfund Félags Kúabænda á Suðurlandi sem mér telst til að sé
sá 35 í röðinni. Starfsemi félagsins var með hefðbundnu móti á síðasta ári. Stjórn hélt 3 formlega
stjórnarfundi á síðasta starfsári.
Félagsráðið fundaði 3 sinnum á starfsárinu. Fyrst var fundað 5. mars þar sem Reynir á
Hurðarbaki var kosin ritari félagsins og Borghildur í Skarði gjaldkeri. Þar voru einnig kosnir
fulltrúar á aðalfund Búnaðarsambands Suðurlands. Á þessum fundi voru líka unnar tillögur til að
leggja fyrir aðalfund Landsambands Kúabænda og endaði með því að það fóru 13 tillögur frá
okkur.
Næst fundaði félagsráðið 13. nóvember. Þar var umræðuefnið endurskoðun búvörusamninga
sem þá var í fullum gangi. Þar var mikið rætt um hvernig sölu og kaupum á greiðslumarki yrði
háttað og sendi fundurinn frá sér áskorun til samningsaðila að setja inn í samninginn ákvæði um
hámarksverð á greiðslumarki.
Síðasti fundur félagsráðsins var svo 28. janúar 2020. Á þann fund fengum við Guðmund
Jóhannesson frá RML og fór hann meðal annars yfir niðurstöður skýrsluhaldsins á síðasta ári,
fjallaði aðeins um stöðuna á erfðamengis verkefninu og fleiri málefni nautgriparæktarinnar.
Þann 19.mars 2019 funduðu fulltrúarnir sem fóru á aðalfund LK fyrir Félag Kúabænda
Suðurlandi og fóru yfir og ræddu þær tillögur sem fyrir þeim fundi lágu.
Mjólkurframleiðslan á síðasta ári gekk vel og endaði landsframleiðslan í 151,8 milljónum lítra og
líkt og síðustu ár er tæp 40% framleiðslunnar að koma af Suðurlandi. Bú á Suðurlandi lögðu að
meðaltali inn tæplega 290.000 lítra og meðalnyt á árskú var 6.303 lítrar sem er á pari við
landsmeðaltal. Bú í mjólkurframleiðslu á Suðurlandi voru 196 um síðustu áramót samkvæmt
skýrsluhaldinu og hafði fækkað um 7 frá árinu áður.
Sala á fitugrunni var147 millj. Lítrar sem er aukning um 1,5% en á próteingrunni var salan 126,2
millj. Lítrar sem er samdráttur um 2,5% frá fyrra ári og annað árið í röð þar sem er samdráttur í
próteinsölu. Og er mismunur á fitu og prótein sölu því orðinn tæpir 21 milljón lítra.
Framleiðsla og sala á nautgripakjöti er nokkurnvegin á pari.Framleiðsla síðasta árs var 4.825 tonn
og var það aukning um 1,1% . Sala á innlendu nautakjöti var 4.818 tonn sem var aukning um
0,9%.En þar eru blikur á lofti og verður fróðlegt að sjá hver áhrifin verða af niðurfellingu
frystiskyldunnar um síðustu áramót. Það voru vonbrigði að sjá sláturleyfishafa lækka verð á kúm
strax í byrjun árs áður en eitthvað sést hversu mikið innflutningur eykst í kjölfar þessara
breytinga.
Félag kúabænda á suðurlandi er 35 ára á þessu ári. Félagið var stofnað 13. Mars 1985. Það er
fróðlegt að líta til baka og sjá hver þróunin hefur verið á þessum árum. Árið 1985 eru
mjólkurframleiðendur á landinu 1973 og leggja inn að meðaltali tæpa 59.000 lítra en
landsframleiðsla þá var um 116 milljón lítrar. Árið 2004 hefur framleiðendum fækkað í 854 og
meðalinnleggið komið í rúmlega 131.000 lítra á bú og landsframleiðslan var 112 milljón lítrar. Nú
um síðustu áramót voru framleiðendur 546 og meðalinnleggið komið í 277.000 lítra og
heildarframleiðslan komin í 151,8 milljón lítra. Á þessum 35 árum hefur meðalinnlegg á bú
tæplega 5 faldast, framleiðendum fækkað um rúm 70% og framleiðsla á landsvísu aukist um rúm
30%, sú aukning er reyndar öll á síðustu 15 árum.
Af þessu sést að stækkun meðalbúsins á árunum 1985-2005 var öll vegna fækkunar framleiðenda
en frá 2005 hefur þetta verið sambland af fækkun framleiðenda og framleiðslu aukningar. Verði
þróunin næstu 15 ár svipuð og síðustu 15 yrðu framleiðendur 350 eftir 15 ár meðal búið legði inn
tæpa 600.000 lítra og landsframleiðslan ca 210 milljón lítrar. Yrði þróunin hinsvegar líkt og á
árunum 1985-2005 yrðu framleiðendur um 250 meðalbúið legði inn 600.000 lítra og lands
framleiðslan 151 milljón lítrar.
Þegar ég var að setja saman þennan ræðu stúf var ég að fletta í „Afmælisriti félags kúabænda á
Suðurlandi“ sem gefið var út á 20 ára afmæli félagsins. Þar er vitnað í aðalfund félagsins 1989. Þar
segir meðal annars: „Menn voru á eitt sáttir um að einfalda þyrfti félagskerfi bænda“. Hljómar
þetta kunnuglega? Mér finnst þetta allavega hljóma kunnuglega. Og þá komum við að þeim
vanda sem félagskerfi okkar bænda er í. Með þessu er ég alls ekki að segja að ekkert hafi verið
gert í þessum málum í 30 ár heldur sýnir þetta okkur miklu frekar að í grein þar sem þróun og
breytingar eru jafn hraðar og raun ber vitni þurfa þessi málefni alltaf að vera til endurskoðunar og
umræðu.
Ég held þó að vandi félagskerfisins okkar sé meiri núna en oft áður þar sem fjármögnun félaganna
sem og bændasamtakanna hefur alls ekki gengið sem skildi eftir niðurlagningu búnaðargjalds. Við
bændur verðum að þétta raðirnar og standa betur saman óháð því í hvaða búgrein við erum.
Með því getum við nýtt fjármagn og mannauð sem best. Þessu til viðnótar þarf með einhverjum
ráðum að tryggja að allir taki þátt og leggji sitt af mörkum. Það gengur ekki upp að fólk komist
upp með leggja ekkert til í félagsgjöldum en nýtur fulls ávinnings af því starfi sem unnið er.
Endurskoðun nautgriparæktarhluta búvörusamninga fór fram á síðasta ári. Veigamesta
breytingin var að horfið er frá að afleggja kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Sem er í takt við
atkvæðagreiðslu sem fór fram meðal bænda. Það atriði sem mest var um rætt var hvernig
fyrirkomulagi við kaup og sölu greiðslumarks yrði háttað. Tillaga LK var um jafnvægisverð á
markaði með hámarksverði líkt og aðalfundur Lk 2019 ályktaði. Sú leið hugnaðist ráðherra ekki og
vildi hann ekki hafa hámarksverð á markaðnum. Niðurstaðan varð svo líkt og fólk þekkir að
framkvæmdanefnd búvörusamninga getur gert tillögu til ráðherra um að setja hámarksverð. Nú
er vona að þetta fyrirkomulag virki og einhvert jafnvægi fáist á þessum markaði þó sjálfsagt taki
það einhvern tíma.
Að lokum þakka ég félagsráðinu fyrir samstarfið á árinu og tilkynni jafnframt að ég hef ákveðið að
gefa áfram kost á mér til formennsku í félaginu næsta árið.
Takk fyrir mig.

2. Reikningar félagsins – Borghildur Kristinsdóttir, gjaldkeri
a) Borghildur Kristinsdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins fyrir árið 2019.
Hagnaður af rekstri félagsins var 120.034 kr en árið áður var hann 313.187 kr krónur. Helsti munur
milli ára er að árið 2018 kom inn tvöfaldur styrkur frá LK. Reikningar samþykktir samhljóða.
b) Tillaga frá stjórn um árgjald FKS 2020 og stjórnarlaun.
Aðalfundur FKS haldinn í Gunnarsholti 11. febrúar 2020 samþykkir að árgjald verði miðað við útgefið
lágmarksverð til bænda með greiðslumark í afurðastöð og jafngildi 80 lítra mjólkur á hvert bú. Laun
formanns verði árlega miðað við jafngildi 2.500 lítra mjólkur. Laun ritara og gjaldkera verði árlega
miðuð við 1.250 lítra mjólkur. Greitt verði fyrir akstur félagsráðsmanna og stjórnarmanna samkvæmt
ríkistaxta pr kílómeter.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins.
Pétur í Hvammi spurði út í reikninga og Borghildur svaraði. Reikningar og tillaga um árgjald síðan
samþykkt samhljóða.

4. Kosningar
a) Kosning formanns:
Rafn Bergsson hlaut 53 atkvæði, Brynjólfur Þór Jóhannsson 1 atkvæði og einn seðill var auður.
b) Fundarstjóri bar upp tillögu stjórnar að skoðunarmenn reikninga verði Jón Vilmundarson
Skeiðháholti og Grétar Sigurjónsson Smjördölum og varamenn Arnfríður Jóhannesdóttir á
Herjólfsstöðum og Inga BIrna Baldursdóttir Seli. Samþykkt samhljóða.
c) Kosning í félagsráð FKS:
Samúel Eyjólfsson, Bryðjuholti 40
Bóel Anna Þórisdóttir, Móeiðarhvoli 35
Charlotte Clausen, Hvammi 34
Þorsteinn Logi Einarsson, Egilsstaðakoti 32
Ágúst Ingi Ketilsson, Brúnastöðum 31
Þórir Már Ólafsson, Bollakoti 31
Bryndís Eva Óskarsdóttir, Dalbæ 26
Bjarni Bjarnason, Hraunkoti 23
Páll Jóhannsson, Núpstúni 23
Varamenn:
Jóhann Rúnar Sævarsson, Stíflu 22
Guðmundur Ómar Helgason, Lambhaga 20
Hildur Harðardóttir, Efri-Gegnishólum 20
d) Kosning 6 fulltrúa á aðalfund LK:
Bara þeir sem eru félagar í LK eru kjörgengir en allir félagar í FKS hafa kosningarétt.
Reynir Þór Jónsson, Hurðarbaki 35
Borghildur Kristinsdóttir, Skarði 34
Samúel Eyjólfsson, Bryðjuholti 27
Rafn Bergsson, Hólmahjáleigu 21
Elín Heiða Valsdóttir, Úthlíð 13
Anne B. Hansen, Smjördölum 12
Varamenn:
Magnús Örn Sigurjónsson, Pétursey 11
Haraldur Einarsson, Urriðafossi 10
Charlotte Clausen, Hvammi 9
Páll Jóhannsson, Núpstúni 9
Arnór Hans Þrándarson, Þrándarholti 6
Pétur B. Guðmundsson, Hvammi 5
e) Kosning 5 fulltrúa á aðlfund BSSL
Samþykkt að vísa þessu til félagsráðs.

5. Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri LK
Margrét fór yfir helstu mál sem snerta starfsemi félagsins á liðnu ári og á næstunni.

Umræður um erindi Margrétar
Spurt var m.a. um fjölda kvótamarkaða, bindandi kauptilboð, form á umsóknum um kvótakaup, hvort
tveir aðilar gætu framleitt í sama fjósi án þess að kvóti færi á markað, mögulega leigu á kvóta og
hvaða rök væru fyrir hámarksverði á greiðslumarki.
Margrét svaraði spurningum og m.a. að rök fyrir hámarksverði væru að halda verið lágu á
greiðslumarki og taldi ekki að reglum yrði breytt á milli markaða þ.e. áfram yrði miðað við tvöfalt
afurðaverð sem hámarksverð.
Þá var spurt um breytingar á félagskerfi, málefni nautakjöts og efnahalla í sölu mjólkurafurða. Þá var
einnig spurt um hvers vegna verkfræðistofa úti í bæ var fengin til að meta kolefnisspor íslenskrar
nautgriparæktar en ekki Landbúnaðarháskólinn og hvað skýrslan hefði kostað.
Margrét svaraði spurningum og kom þar m.a. fram að umrædd skýrsla hefði kostað um 2,5 milljón.
Þá kom einnig fram að á Suðurlandi eru um 70% mjólkurframleiðenda í LK og hafði það hlutfall lítið
breyst á milli ára.

6. Hermann Árnason – Sæðingar og frjósemi kúa
Hermann fjallaði almennt um samvinnu bónda og sæðingamanns til að koma fangi í kýrnar
Áhrif aldurs, birtu, fóðrunar, nota gangmáladagatal og láta fangskoða. Sæða ungar kvígur fljótt eftir
að sér á þeim því þær beiða í stuttan tíma. Beiða lengur að sumrinu. Hver sæðing er í sjálfu sér
einstök því hver gripur er sérstakur. Gangur himintunglanna getur líka haft áhrif – fullt tungl eykur
kynhvötina. Einnig þarf að vera mikil eftirfylgni með árangri einstakra bænda og frjótækna sbr Geno í
Noregi sem hefur eftirlit með öllum þáttum starfsins. Frjótæknir þarf að geta fangskoðað. Nota
mjólkursýni sem geta greint fang eftir 28 daga en góður sæðingamaður getur fangskoðað eftir 35-40
daga.
Fundarmenn spurðu Hermann jafnóðum út í ýmsa þætti varðandi frjósemina.

7. Önnur mál
Rætt um innflutning á pizzaosti sem er 80% Mozarella ostur en kemst tollalaust inn í landið.
Einnig mikið rætt um efnahallann í sölu mjólkurfurða og leiðir til úrbóta. Þá var einnig rætt um
nautakjötsframleiðslu og hvað mætti gera til að bæta gæðin.

8. Viðurkenningar frá Búnaðarsambandi Suðurlands – Gunnar Ríkharðsson
Afurðahæsta kúabú Suðurlands árið 2019 – Huppustyttan – var veitt Reyni Þór Jónssyni og Fanneyju
Ólafsdóttur ábúendum að Hurðarbaki í Flóa en þar mjólkuðu kýrnar að meðaltali 8.678 kg (642 kg
MFP) árið 2019.
Afurðahæsta kýr á Suðurlandi árið 2019 var Spurning 1818 frá Svövu Kristjánsdóttur og Boga Pétri
Eiríkssyni í Birtingaholti 1 en hún mjólkaði 13.617 kg mjólkur á árinu 2019 eða 957 kg MFP. Spurning
1818 er undan Heklu 1377 og Skjá 10090.
Þyngsta ungneytið var holdablendingur nr 007 frá Pálínu Pálsdóttur á Mýrum í Álftaveri en hann var
undan Aberdeen Angus nautinu Anga og íslenskri móður, en fallþungi hans var 501,7 kg . Hann
flokkaðist í UN R+3- og var 28,8 mánaða gamall við slátrun.
Fleira ekki gert og fundi slitið.


back to top