Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður fimmtudagskvöldið 31. mars kl. 20:00 í Hliðskjálf félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Kjósa á um formann en Sveinn Steinarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér áfram. Halldór Guðjónsson og Bertha Kvaran hafa tilkynnt að þau sjái sér ekki fært að sitja lengur í stjórn. Gestur fundarins verður að þessu sinni Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Dr.Med.Sc. ónæmisfræðingur hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði á Keldum en hún mun kynna nýjustu niðurstöður í rannsóknum á sumarexemi. Erindið nefnist: Sumarexem (smámýsofnæmi í hestum) möguleikar á meðferð.
“Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti flugna (smámýs) sem lifa ekki á Íslandi. Tíðni sjúkdómsins er mjög há í útfluttum hestum og því alvarlegt vandamál fyrir íslenskan hrossaútflutning. Á Keldum hefur verið unnið að rannsóknum á sumarexemi í samstarfi við dýrasjúkdómadeild Háskólans í Bern í Sviss síðan árið 2000. Endanlegt markmið er að þróa ónæmismeðferð gegn exeminu, bólusetningu sem forvörn og afnæmingu sem lækningu. Tekist hefur að einangra og framleiða ofnæmisvakana (próteinin úr bitkirtlum flugnanna) sem valda ofnæminu og setja upp mælingar og próf sem þarf til að meta gagnsemi ónæmismeðferðar. þar með höfum við náð því takmarki að geta byrjað meðferðartilraunir. Fyrsta bólusetningatilraunin er í gangi á Keldum og til stendur að reyna afnæmingar á hestum með sumarexem í Sviss seinna á árinu. Í erindinu verður farið yfir stöðu og horfur sumarexemrannsóknanna.”
Rétt er að benda á að fundargerðir stjórnar eru aðgengilegar á slóðinni www.bssl.is en þar eru Hrossaræktarsamtökin með undirsíðu.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðalfundinum.
Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður í kvöld 23. mars kl. 20:00 í Hliðskjálf félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi. Dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður að þessu sinni Hallveig Fróðadóttir skýrsluhaldsfulltrúi Bændasamtaka Íslands en hún ætlar að kynna heimaréttina í Worldfeng.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest á aðalfundinum.
Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands 2010 verður haldinn þriðjudaginn 23. mars n.k. kl. 20.00 í Hliðskjálf, félagsheimili hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður annað kvöld þ.e. fimmtudagskvöldið 26. mars kl. 20:00 í Þingborg. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Fundarsetning, skipun starfsmanna fundarins
2. Skýrsla stjórnar, Sveinn Steinarsson
3. Reikningar, Bertha Kvaran
4. Umræður og afgreiðsla skýrslu stjórnar og reikninga
(meira…)
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldinn fimmtudaginn 26. mars 2009 í Þingborg og hefst kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Fundarsetning, skipun starfsmanna fundarins
2. Skýrsla stjórnar, Sveinn Steinarsson
3. Reikningar, Bertha Kvaran
4. Umræður og afgreiðsla skýrslu stjórnar og reikninga
(meira…)
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Stjórn Hrossaræktarsamtaka Suðurlands hefur ákveðið að aðalfundur HS verði þann 26. mars 2009 í Þingborg. Nánari dagskrá verður birt síðar.
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands
Aðalfundur Hrossaræktarsamtaka Suðurlands verður haldinn í Þingborg miðvikudagskvöldið 26. mars nk. og hefst kl. 20.00. Gestur fundarins að þessu sinni verður dr. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Sitjandi formaður Hrafnkell Karlsson mun ekki gefa kost á sér áfram og verður nýr formaður kosinn á fundinum.