Aðalfundur LK hefst í dag
Aðalfundur Landssambands kúabænda verður haldinn dagana 25. og 26. mars nk. á hótel KEA á Akureyri. Föstudaginn 25. mars hefst fundurinn kl. 10 með hefðbundinni dagskrá s.s. skýrslu stjórnar og ávörpum gesta. Eftir hádegi verða flutt tvö erindi. Annars vegar flytur Daði Már Kristófersson, hagfræðingur, erindi um áhrif kynbóta á framleiðni íslenskra kúabúa og hins vegar flytur Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, erindi um stefnumörkun nautgriparæktarinnar 2021.
Fundurinn er opinn öllum og við hvetjum alla sem hafa tök á að fylgjast með störfum fundarins að gera það, annað hvort á staðnum eða hér á vefnum en sýnt verður beint frá fundinum á www.naut.is.
Dagskrá aðalfundar Landssambands kúabænda 2011 á Hótel KEA á Akureyri
Föstudagur, 25. mars 2011
Kl. 10:00 Fundarsetning,kosning starfsmanna fundarins og kjörbréfa- og uppstillingarnefndar
Kl. 10:10 Skýrsla stjórnar – Sigurður Loftsson, formaður LK
Kl. 10:40 Ávörp gesta/umræður um skýrslu stjórnar
Kl. 12:00 Hádegisverður
Kl. 13:00 Áhrif kynbóta á framleiðni íslenskra kúabúa – Dr. Daði Már Kristófersson
Kl. 13.30 Stefnumörkun kúabænda 2021 – Baldur Helgi Benjamínsson.
Kl. 14.00 Niðurstöður kjörbréfanefndar lagðar fram
Kl. 14:15 Almennar umræður
Kl. 15:00 Kaffihlé
Kl. 15.15 Umræðum fram haldið
Kl. 16:00 Skipan í nefndir, málum skipað til nefnda og nefndastörf
Kl. 18:45 Fundi frestað
Kl. 19:30 Kvöldverður fyrir fulltrúa og maka á Hótel KEA í boði LK
Laugardagur, 26. mars 2011
Frá kl. 7 Morgunverður
Kl. 8:00 Nefndastörf
Kl. 12:00 Hádegisverður
Kl. 13:00 Afgreiðsla mála
Kl. 15:00 Kaffihlé
Kl. 15:20 Afgreiðsla mála/Kosningar
Kl. 16:30 Önnur mál
Kl. 17:00 Áætluð fundarlok
25 ára afmælisárshátíð Landssambands kúabænda hefst í Sjallanum kl. 19.15 með fordrykk í boði Bústólpa ehf.
Yara á Íslandi og Benedikt Hjaltason standa fyrir skemmtiferð fyrir maka aðalfundarfulltrúa á laugardeginum 26. mars. Lagt verður af stað frá Hótel KEA kl. 13.30 og áætluð heimkoma er kl. 16.30.
Aðalfundur LK hefst í dag
Aðalfundur Landssambands kúabænda verður settur kl. 10.30 í dag en fundurinn fer fram á Hótel Sögu í Reykjavík. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á vef Landssambands kúabænda með því að smella hér.
Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um málefni kúabænda og fer dagskrá hans hér á eftir:
(meira…)