Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár óheimil frá 1. júní

Aðilaskipti að greiðslumarki sauðfjár verða óheimil frá og með 1. júní 2019 í samræmi við breytingar á búvörulögum sem samþykkt voru á Alþingi 15. maí sl.
Við tekur innlausnarfyrirkomulag sem búnaðarstofa Matvælastofnunar mun annast, í samræmi við endurskoðun á sauðfjársamningi sem samþykktur var í upphafi ársins af stjórnvöldum og sauðfjárbændum