Af sauðfjársæðingum

Það líður að sauðfjársæðingum og í vikunni komu allir nýjir hrútar á stöðina í Laugardælum, en djúpfrysting mun hefjast fljótlega í nóvember. Að venju er mikið af álitlegum nýjum hrútum sem eru teknir á stöð að undangenginni afkvæmarannsókn. Í vor voru hinsvegar teknir inn eldri hrútar sem hafa sýnt sig í að vera góðir ærfeður auk þess að gefa góð lömb. Á myndinni má sjá þá Gretti og Steðja frá Ytri-Skógum en þeir stóðu efstir í afkvæmarannsókn þar nú í haust.  Sá hvíti er Steðji undan Stapa frá Kirkjubæjarklaustri en sá mórauði, Grettir er undan Glámi frá Svartárkoti. Vinna við gerð hrútaskrárinnar stendur yfir en hún mun koma út seinnipartinn í nóvember.


back to top