Afleysingar á gossvæðinu
Bændasamtök Íslands, Búnaðarsamband Suðurlands, Félag kúabænda á Suðurlandi og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði óska eftir að ráða starfsmann í afleysingar fyrir bændur á áhrifasvæði eldgossins í Eyjafjallajökli. Um er að ræða tímabundið starf fram að áramótum.
Leitað er að öflugum og úrræðagóðum einstaklingi sem getur hafið störf sem fyrst.
Hæfniskröfur
– Búfræðimenntun
– Haldgóð reynsla af bústörfum
Um starfið
– Ráðningartími er 6 mánuðir, en til greina kemur að ráða til skemmri tíma.
– Afnot af bifreið í tengslum við starfið
– Vinnutími 174 klst. á mánuði. Tveir frídagar í viku, þar af frí aðra hverja helgi.
BÍ, BSSL, FKS og SAM hafa tekið höndum saman um að koma á afleysingaþjónustu fyrir þá bæi á hamfarasvæðinu sem mest þurfa á því að halda. Markmiðið er að bændafjölskyldur geti tekið sér frí frá bústörfum 2-7 daga í senn. Afleysingaþjónustan verður m.a. fjármögnuð með styrktarfé sem norskir bændur hafa aflað vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið með því að senda tölvupóst á sveinn@bssl.is. Einnig er hægt að senda skriflegar umsóknir um starfið, merktar „Afleysingar á gossvæðunum“, til Búnaðarsambands Suðurlands. Ráðið verður í starfið innan skamms ef réttur aðili finnst. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri BSSL í síma 480-1800 og Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri BÍ í síma 563-0300.
Skriflegar umsóknir sendist:
Búnaðarsamband Suðurlands, Austurvegi 1, 800 Selfoss. Merktar: „Afleysingar á gossvæðunum“.