Afurðir aukast og meðalbúið stækkar
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar eru nú komnar á vefinn hjá okkur. Um er að ræða viðbót frá því sem sett var inn í gær, þ.e. skýrslur nautgriparæktarfélaganna og afurðahæstu kýr þeirra.
Á árinu 2011 skiluðu 214 bú skýrslum yfir samtals 8.846,3 árskýr sem er 162,3 árskúm fleira en árið 2010. Meðalbúið stækkaði um 0,6 árskýr milli ára og var á árinu 2011 41,4 árskýr með meðalinnlegg upp á 216.518 kg mjólkur sem er aukning upp á 6.984 kg frá árinu áður. Meðalbúið hefur aldrei verið stærra en nú. Stærst eru búin í Árnessýslu þar sem þau telja 44,8 árskýr til jafnaðar og meðalinnleggið nemur 239.985 kg.
Þátttaka í skýrsluhaldi jókst milli ára ef miðað er við innlagða mjólkur og var 91,5% á árinu 2011 en var 90,3% árið áður. Þátttakan er mest í A-Skaft. (96,8%) og Árnessýslu (95,6%) en minnst í Rangárvallasýslu (85,8%).
Eins og við sögðum frá í gær jukust meðalafurðir á árskú um 82 kg milli ára og reyndust vera 5.506 kg/árskú á Suðurlandi. Á landsvísu jukust afurðir öllu meira eða um 94 kg/árskú og standa nú í 5.436 kr/árskú. Mestar eru afurðir í A-Skaft. eða 5.889 kg/árskú.
Sýsla |
|
| Mjólk, | Meðalbústærð, | Meðalinnlegg, | Hlutfall í skýrsluhaldi |
A-Skaft. | 11 | 422,8 | 5.889 | 38,4 | 211.990 | 96,8 |
V-Skaft. | 28 | 748,4 | 4.783 | 25,8 | 110.831 | 88,1 |
Rang. | 72 | 3.014,9 | 5.474 | 40,7 | 222.034 | 85,8 |
Árn. | 103 | 4.660,3 | 5.608 | 44,8 | 239.985 | 95,6 |
Suðurland | 214 | 8.846,3 | 5.506 | 41,4 | 216.518 | 91,5 |
Af þeim 214 búum sem skiluðu skýrslum á árinu voru 68% eða 146 bú í vefskilum. Hlutfall búa í vefskilum er hæst í Árnessýslu (73%) en lægst í Rangárvallasýslu (62%). Eðlilega hefur aðgangur fólks að góðum nettengingum veruleg áhrif þarna á en honum er verulega ábótavant á stórum svæðum.
Sjá nánar:
Afurðahæstu búin á Suðurlandi 2011
Afurðahæstu kýr á Suðurlandi 2011
Afurðahæstu kýr eftir félögum
Skýrslur nautgriparæktarfélaganna
Niðurstöður skýrsluhaldsins á vef BÍ