Álftin gerir bændum um land allt lífið leitt.

Í fréttum Stöðvar 2 í gær var viðtal við Höskuld Gunnarsson bústjóra á Stóra-Ármóti.  Í viðtalinu vakti Höskuldur athygli á ágangi álfta á tún og nýræktir og hversu mikið hún eyðileggur.  Víða eru mikla búsifjar af áti og traðki álfta og hún fær óhindrað að eyðileggja tún fyrir bændum og þeir orðnir langþreyttir á ástandinu.  Bændur hafa reynt að fá leyfi til að skjóta álftina en fengið synjun, enda hefur álftin verið friðuð frá 1913.

Hér fyrir neðan er slóð á visir.is til að sjá fréttina í heild sinni og myndbrot.


back to top