Ályktanir aðalfundar BSSL
Á aðalfundi Búnaðarsambandsins 18. apríl s.l. voru eftirfarandi ályktanir samþykktar:
Tillaga nr. 1
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Búnaðarsambands Suðurlands fyrir árið 2012
Tillaga nr. 2
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar Kynbótastöðvar Suðurlands fyrir árið 2012 verði sæðingagjöld kr. 1.600 á kú.
Tillaga nr. 3
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 samþykkir óbreytt árgjald til Búnaðarsambands Suðurlands, alls kr. 1.000 á félagsmann.
Tillaga nr. 4
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 samþykkir að þóknun aðalfundarfulltrúa miðist við sem svarar tvöföldum dagpeningum ríkisstarfsmanna, það er kr. 19.400.
Tillaga nr. 5
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 samþykkir að laun stjórnarmanna verði kr. 10.000 (kr. 16.166) fyrir hvern stjórnarfund auk dagpeninga og aksturs samkvæmt ríkistaxta og framreiknað með vísitölubreytingum samkvæmt grunni í launavísitölu í apríl 2005. Formaður fái tvöföld laun og dagpeninga á við aðra stjórnarmenn auk aksturs. Formaður fái að auki eingreiðslu sem nemur kr. 150.000 (kr. 269.181) miðað við árið 2003 sem framreiknast með launavísitölu.
Tillaga nr. 6
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 telur tímabært að endurskoða fyrirkomulag leiðbeiningaþjónustunnar, en telur æskilegt að málið fái lengri tíma til undirbúnings og meiri kynningu meðal bænda.
Fundurinn beinir því til Búnaðarsambandsins að taka forystu í þessu máli með þarfir sunnlenskra bænda að leiðarljósi.
Tillaga nr. 7
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn á Heimalandi 18.apríl 2012 skorar á Vegagerðina að sinna betur endurnýjun gamalla girðinga, reiðvega og ristahliða meðfram og við stofnbrautir.
Tillaga nr. 8
Aðalfundur Búnaðarsambands Suðurlands haldinn að Heimalandi 18. apríl 2012, samþykkir að beina því til Landssambands kúabænda að gerð verði athugun á rýrnun nautakjöts við geymslu. Sláturhús meta rýrnun milli blautvigtar og þurrvigtar 2,5%“.