Árni Mathiesen rifjar upp dýralæknatakta

Árni M. Mathiesen, fyrrverandi alþingismaður og fjármálaráðherra, er kominn til starfa hjá Dýralækniþjónustu Suðurlands. Dagskráin á Selfossi segir að Árni sé í starfsþjálfun enda hafi hann ekki unnið við fagið í 20 ár. Í samtali við fréttastofu segir Árni þó of mikið sagt að hann sé búinn að ráða sig þar til starfa. „Maður er að rifja upp það sem maður einu sinni starfaði,“ segir Árni í samtali við fréttastofu. Þetta er mér svona bæði til ánægju og yndisauka og til að skipta um umhverfi,“ segir Árni.

Árni segir vel geta farið svo að hann muni verða áfram í dýralækningunum en of snemmt sé að segja til um það. „Það eru ekki margar vikur síðan að þinginu lauk. Ég er að skoða stöðuna og velta framtíðinni fyrir sér. Það er ágætt að byrja á þessu,“ segir Árni.


back to top