Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt 6. apríl n.k.
Ársfundur Fagráðs í nautgriparækt verður haldinn miðvikudaginn 6. apríl 2011 að Heimalandi undir Eyjafjöllum og hefst kl. 13:00. Við hvetjum kúabændur til þess að mæta á fundinn.
Dagskrá:
Skýrslur Fagráðs um starfsemi og rannsóknir í nautgriparækt árið 2010
• Skýrsla formanns Fagráðs í nautgriparækt fyrir starfsárið 2010-2011, Guðný Helga Björnsdóttir
• Skýrsla um starfsemi Bændasamtaka Íslands í nautgriparækt árið 2010, Magnús B. Jónsson, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, Gunnar Guðmundsson
• Skýrsla um starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands í nautgriparækt árið 2010, Grétar Hrafn Harðarson / Bragi Líndal Ólafsson
• Skýrsla sérgreinadýralæknis nautgripasjúkdóma fyrir árið 2010, Þorsteinn Ólafsson
Erindi:
• Við rætur Eyjafjallajökuls vorið 2010., Guðni Þorvaldsson
• Eldgos í Eyjafjallajökli: Áhrif á búfénað og búfjárafurðir., Katrín Andrésdóttir og Þorsteinn Ólafsson
Umræður um erindi.
Kaffiveitingar í boði Fagráðsins.