Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar

Ársuppgjör hefur nú verið keyrt í skýrsluhaldi nautgriparæktarinnar. Við viljum biðja þá sem færa mjólkurskýrslur í Huppu að yfirfara það vel og koma athugasemdum og/eða leiðréttingum á framfæri ef einhverjar eru hið fyrsta eða í síðasta lagi þann 21. janúar n.k. Athugasemdum eða leiðréttingum má koma á framfæri við Guðmund Jóhannesson hjá BSSL (mundi@bssl.is) eða Sigurð Kristjánsson hjá BÍ (sk@bondi.is).
Ársuppgjör verður keyrt að nýju mánudaginn 25. janúar n.k. og athugasemdir eða leiðréttingar verða því að berast fyrir áður nefnda dagsetningu eigi þær að ná inn í það uppgjör. Að því uppgjöri loknu verða niðurstöður birtar og afurðatölum til birtingar ekki breytt eftir það. Leiðréttingar er að sjálfsögðu alltaf hægt að framkvæma en við einhvern tímapunkt verður að staðnæmast til birtingar á tölum.
Við minnum einnig á að skilafrestur mjólkurskýrslna er 10. hvers mánaðar fyrir næst liðinn ánuð þannig að búið haldist inni í gæðastýringu eða geti komist inn í hana að nýju hafi það fallið út. Einnig minnum við á að til þess að eiga rétt á gæðastýringargreiðslum þarf að skila kýrsýnum a.m.k. ársfjórðungslega.


back to top