Bændafundir haustið 2013

Nú fer að líða að bændafundum Bændasamtaka Íslands.  Undanfarin haust hefur þátttaka bænda á fundunum verið minni en væntingar stóðu til, BÍ kallar því eftir óskum bænda um hvað þeir vilja ræða á fundunum.  Í nýjasta Bændablaðinu (3.okt.) er farið yfir fundarformið, forystumenn úr stjórn BÍ verða með stutt inngangserindi en síðan verða tekin fyrir ákveðin málefni sem heimamenn óska eftir. Einnig er möguleiki á að fá utanaðkomandi fyrirlesara til að fjalla um afmörkuð mál.  Bændur eru hvattir til að koma með fundarefni,  það má gera með því að hringja í Búnaðarsamband Suðurlands 480 1800 eða senda póst á Helgu Sigurðardóttur helga@bssl.is eða Svein Sigurmundsson sveinn@bssl.is.  Fundarefni þurfa að berast sem fyrst, eigi síðar en 11. okt. svo hægt sé að skipuleggja fundina.  Við hvetjum líka alla bændur til að vera duglegir að mæta á fundina, því máttur heildarinnar er mikill.

Dæmi um fundarefni, sem fróðlegt væri að fjalla um.  

  • Landbúnaðarklasinn – aukin samvinna þeirra sem tengjast landbúnaði 
  • Vinnuvernd í landbúnaði – stofnun langtímaverkefnis 
  • Endurskoðun náttúruverndarlaga 
  • Sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar og landbúnaður 
  • Hvernig á að ýta undir þróun í lífrænum landbúnaði? 
  • Tollaumhverfi og heimsviðskipti með mat, þróun í PSE 
  • Hamfaratryggingar, hvað má læra af undangengnum hallærisárum? 
  • Breytt leiðbeiningaþjónusta bænda – árangur – framtíð 
  • Nýjar búgreinar – sóknarfæri í nýsköpun 
  • Hugbúnaðarþróun fyrir bændur 
  • Íslensku búfjárkynin – varðveisla erfðaauðlinda og framtíð landbúnaðar 
  • Ímyndar- og kynningarmál landbúnaðarins 
  • Fjármögnun í landbúnaði 
  • Fyrirlestur sérfræðings um vinnuumhverfi með áherslu á streitu og starfsgleði 
  • Heimavinnsla matvæla og sala beint frá býli

Þetta er enganveginn tæmandi listi og því væri gaman að aðrar hugmyndir frá bændum og sjá þá á fundunum.

 


back to top