Barnabók úr sveitinni

Guðjón Ragnar Jónasson kennari og fyrrum bóndi hefur sent frá sér nýja barnabók sem ber nafnið „Með hetjur á heilanum“.  Bókin gerist í Fljótshlíðinni þar sem að Guðjón var bóndi um skeið. Það má segja að það sé ekki á hverjum degi sem gefnar eru út barnabækur sem gerast í íslenskri nútímasveit og því er rétt að vekja athygli á því.  Með bókinni hefur einnig verið unnið kennsluefni til notkunar við kennslu í íslensku.  Guðjón er einnig í viðtali vegna bókarinnar í nýjasta Bændablaði.


back to top