Breytingar á reglum um gæðastýrt skýrsluhald
Nýjar reglur um gæðastýrt skýrsluhald tóku gildi nú um áramótin. Tvær breytingar eru á reglunum frá því sem áður hefur verið.
1. Greiðslur fyrir gæðastýrt skýrsluhald eru nú greiddar út fjórum sinnum á ári (ársfjórðungslega) en áður voru greiðslurnar þrjár (ársþriðjungslega
2. Gerð er krafa um tvær kýrsýnatökur á hverjum ársfjórðungi en áður var krafa um eina kýrsýnatöku.
Hér að neðan má sjá yfirlit yfir tímabil, kröfur um skil og kýrsýnatökur á hverju tímabili og greiðslumánuði ársins 2013. Gert er ráð fyrir að greitt sé út fyrsta virka dag greiðslumánaðar.
Yfirlit yfir skiladaga og kýrsýnatökur verðlagsársins 2013 | ||||
Tímabil | Mánuður | Síðasti skiladagur skýrslu | Fjöldi kýrsýna | Greiðslumánuður |
Fyrsti ársfjórðungur | Janúar | 10. febrúar | 2 sýni | Maí |
Febrúar | 10. mars | |||
Mars | 10. apríl | |||
Annar ársfjórðungur | Apríl | 10. maí | 2 sýni | Ágúst |
Maí | 10. júní | |||
Júní | 10. júlí | |||
Þriðji ársfjórðungur | Júlí | 10. ágúst | 2 sýni | Nóvember |
Ágúst | 10. september | |||
September | 10. október | |||
Fjórði ársfjórðungur | Október | 10. nóvember | 2 sýni | Febrúar 2014 |
Nóvember | 10. desember | |||
Desember | 10. janúar 2014 |
Vinsamlegast hafið samband við ráðunaut ef spurningar vakna.