Breytingar á tímasetningum kynbótasýninga á Gaddstaðaflötum
Á fundi með knöpum 2. júní síðastliðinn í Félagsheimili Sleipnis kom fram að þeir teldu engan grundvöll fyrir því að vera með sýningu fyrr en í endaðan júní, ástandið væri þannig á hrossunum. Einnig óskuðu þeir eftir sýningu í lok júlí. Búnaðarsamband Suðurlands hefur því ákveðið að sýningunni verði frestað til 28. júní og standi út þá viku. Það mun þó verða dæmt 8. og 9. júní í næstu viku til að koma til móts við þá sem þess óskuðu. Yfirlitssýningin verður fimmtudaginn 10. júní.
Búið er að hafa samband við langflesta knapana en ef einhverjir óska eftir að fá tíma þessa daga er enn hægt að koma hrossum að. Hollaröðun fyrir þessa daga verður birt seinni partinn í dag.
Þeir eigendur sem eiga skráð hross á sýninguna og eru búnir að greiða eru endilega beðnir um að hafa samband ef þeir sjá fram á það að geta ekki nýtt sér sýninguna í lok júní, þannig hægt sé að afskrá hrossin eða færa þau yfir á sýninguna í lok júlí. Hross sem ekki hefur verið greitt fyrir verða afskráð sjálfkrafa nema það komi fram óskir um að þau verði færð á sýninguna þann 28. júní.
Síðasti dagur til að skrá á sýninguna vikuna 28. júní til 2. júlí er mánudagurinn 21. júní og það er einnig síðasti greiðsludagur. Hægt er að senda tölvupóst á netföngin halla@bssl.is og hross@bssl.is til að afskrá hross, endilega gefið upp reikningsnúmer sem hægt er að leggja inn á. Tekið er við skráningum og afskráningum í síma 480-1800.
Búnaðarsamtök Vesturlands mun standa fyrir sýningu í Víðidal vikuna 28. júní til 2. júlí þannig ef einhverjir vilja láta færa hrossin sín yfir á þá sýningu geta þeir sent tölupóst á netfangið halla@bssl.is eða hringt í síma 480-1800 og þá munum við sjá um að færa hrossin yfir á þá sýningu og millifæra greiðslur til Búnaðarsamtaka Vesturlands.
Búnaðarsamband Suðurlands mun síðan standa fyrir annarri sýningu vikuna 26-30. júlí en hún verður auglýst síðar. Síðsumarsýningin verður síðan á sínum stað 9. til 20. ágúst.
Búnaðarsamband Suðurlands