Búfræðimenntun metin til launahækkunar

Starfsgreinasambandið og Framsýn stéttarfélag í Þingeyjarsýslum hafa samið um kjör landbúnaðarverkamanna við Bændasamtök Íslands en skrifað var undir nýjan samning hjá ríkissáttasemjara í gær. Samningurinn felur í sér það nýmæli að menntun á háskólastigi á sviði búfræði, fiskeldisfræði og tamninga verður metin til launahækkunar.
Fram kemur á vef Framsýnar að samningurinn gildir til ársins 2014 og er að efni til í samræmi við aðra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á almennum vinnumarkaði að undanförnu.

Sjá nánar:
Kjarasamningur Starfsgreinasambands Ísalnds og Bændasamtaka Íslands um kaup og kjör starfsmanna sem vinna almenn störf á bændabýlum


back to top