Búnaðarþing 2018

Búnaðarþing hefst mánudaginn 5. mars og verður setning í Súlnasal Hótel Sögu.  Þingið verður í ár tveggja daga en ekki þriggja eins og árið 2016.  Setningin hefst kl.10.30 og stendur fram að hádegi og í framhaldinu hefjast svo þingstörf kl. 13 til kl. 16.30 þegar nefndarstörf byrja.  Á þriðjudeginum eru svo nefndarstörf frá 8.30-10.00, svo þingstörf fram að hádegi, eftir hádegið eru svo kosningar.

Búnaðarþing verður pappírslaust en þingfulltrúar geta nálgast öll gögn þingsins á tölvutæku formi á lokuðu vefsvæði á netinu.  Vegna styttingar þingsins munu fulltrúar nú þegar hafa fengið sín nefndarhlutverk og hafið störf í nefndum og því ætlast til meiri undirbúningsvinnu, svo sjálf nefndarvinnan geti skilað sér á skemmri tíma.

Fréttir af þinginu verður að sjá á bondi.is og bbl.is


back to top