Burður hjá Nautís 2024

Þær 22 holdakýr sem eru í eigu Nautís eru bornar. Það komu 23 kálfar en fyrsta kýrin sem bar var með naut og kvígu og var kvígan dauðfædd. Þá var önnur kýr sem kom með dauðan kálf en hún fékk litla sótt. En 21 kálfur á búinu í dag, 10 naut og 11 kvígur og segja má að burður hafi gengið vel í flestum tilvikum. Flestir kálfanna eru undan Manitu av Höystad en síðasti kálfurinn sem kom er undan Hovin Milorg en bæði þessi naut eru reynd úrvals naut. Fæðingarþungi kálfanna er frá 34 kg og að 40 kg með tveimur undantekningum þar sem þeir fara yfir 40 kg.


back to top