Burður, sæðistaka og fósturvísaskolun hjá Nautís

Burður hófst hjá Nautís 20. apríl en síðan þá hafa fæðst 15 kálfar. Nautin eru 9 og kvígurnar 6. Kálfarnir eru undan Laurens av Krogdal en nú er fyrsti kálfurinn undan Manitu av Höystad fæddur og er hann með öðru yfirbragði, stærri og háfættari. Sæðistaka er hafin og náðist sæði úr þremur af fjórum nautum fyrsta daginn. Þá verður reynt að skola fósturvísum úr 4 kvígum nú í byrjun júlí


back to top