Búvís birtir áburðarverð
Búvís hefur birt fyrstu áburðarverðskrá ársins og gildir hún til 4. febrúar n.k. Við samanburð á henni við fyrstu verðskrá félagsins í fyrra, sem birt var 17. febrúar 2012, má sjá að verðhækkun er milli ára er ekkert í líkingu við það sem sést hefur undanfarin ár. Völlur 20-10-10 + S er nú 80.770 kr/tonn en var fyrir ári á 79.060 kr/tonn, hækkunin er 2,1%. Kraftur 34 kostar nú 64.780 en kostaði fyrir ári 64.550, hækkunin er 0,4%.
Á vef Landssambands kúabænda er greint frá að í fréttaskeyti frá Kornbasen.dk frá því í gær, komi fram að áburðarverð hafi farið lækkandi á undanförnum mánuðum. Sala á köfnunarefnisáburði í NV-Evrópu hafi verið 15-20% minni en venja er til á þessum árstíma. Einnig kemur fram að verð á fosfóráburði hafi lækkað um 10-15% á undanförnu ári, sökum þess að Kína og Indland hafi haldið að sér höndum í innkaupum að undanförnu. Verð á kalí fari einnig lækkandi, að sömu ástæðum og fosfórinn. Sú lækkun sé nálægt 15%.
Gengi krónunnar er 8-9% lægra en það var fyrir um ári síðan, en væntanlega vega verðlækkanir erlendis upp á móti, þannig að áburðarreikningur bænda verði svipaður og vonandi örlítið lægri en fyrir ári síðan. Verði það raunin er um að ræða ánægjulega tilbreyting frá ofurhækkunum undanfarinna ára.
Búvís hefur enn ekki birt verðskrá á heimasíðu sinni en hún er eftirfarandi:
Áburður | N | P | K | S | Ca | Mg | Greitt við pöntun | Greitt 15. maí | Greitt 15. okt. |
Kraftur 27 27 | 27 | 4,3 | 2,4 | 66.560 | 68.560 | 73.830 | |||
Kraftur 24+S | 24 | 2,9 | 4,3 | 68.220 | 70.250 | 75.700 | |||
Kraftur 34 | 34,4 | 64.780 | 66.720 | 71.900 | |||||
Völlur 30-5+S | 29,9 | 2,5 | 2,4 | 74.260 | 76.490 | 82.430 | |||
Völlur 27-12+S | 26,8 | 5,0 | 2,4 | 78.300 | 80.650 | 86.910 | |||
Völlur 26-6-6+S | 26,0 | 2,5 | 4,9 | 2,0 | 76.120 | 78.400 | 84.490 | ||
Völlur 20-10-10+S | 20,2 | 4,1 | 8,0 | 4,0 | 80.770 | 83.190 | 89.650 | ||
Völlur 23-7-12+S | 23,0 | 3,0 | 10,0 | 1,0 | 80.910 | 83.340 | 89.810 | ||
Völlur 17-15-15+S | 16,5 | 6,4 | 12,0 | 2,0 | 84.830 | 87.370 | 94.160 |
Áburðarverðskrá gildir til mánudagsmorguns 4. febrúar. Hvern mánudag kl 9.00 birtist ný verðskrá á www.buvis.is
Verð á tonn án VSK. í 500kg stórsekkjum. Verð getur breyst án fyrirvara.
Flutningur á norður- og austurlandi er innifalinn í verði. Hafir þú hug á öðrum greiðslukjörum hafðu samband við sölumenn okkar.
Búvís birtir áburðarverð
Búvís ehf hefur gefið út fyrstu áburðarverðin sem birtast á þessu ári. Verðlistinn hefur sérlega stuttan gildistíma eða frá 1. febrúar s.l. til hádegis í dag, 4. febrúar. Fyrirtækið hyggst gefa út nýjan verðlista n.k. mánudag, 7. febrúar.
Samanburður á verðum milli ára hjá Búvís er örðugur þar sem ekki er um sömu tegundir að ræða og í fyrra. Þó má nefna að í verðlista fyrirtækisins frá því á sl. ári var 27-6-6 boðinn á 63.940 kr/tonn ef pantað var fyrir 12. mars. Í verðlistanum sem gildir fram á hádegi í dag er staðgreiðsluverð á 26-6-6 69.840 kr/tonn. Munurinn er 9,2%.
(meira…)